Kirkjuritið - 01.11.1958, Page 24

Kirkjuritið - 01.11.1958, Page 24
406 KIRK JURITIÐ hefi þó einkum staldrað við það fyrrnefnda, og er raunar orðið lengra mál en ég vildi. Og „Endurminningin merlar æ í mánasilfri hvað, sem var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar." Kannski sé ég þetta allt fyrir mér, hið liðna, í of miklum Ijóma, og met meir en mátti gildi þess og þýðing. En það verður þá svo að vera. Maður fegrar ósjálfrátt það, sem maður ann. Og mér þykir vænt um hið gamla prestafélag og það, sem það hefir gert fyrir mig og gefið mér. Og ég trúi þvi, að þessi félagsskapur okkar prestanna hafi á liðnum árum gert ýmislegt að gagni, fyrir okkur sjálfa og söfnuði okkar. En að aukið starf félagsins i framtiðinni eigi eftir að verða til einhverrar blessunar. Og því er hér ekki einungis að minnast, heldur líka að vona. Þá koma mér í hug, á þessum heilaga stað, orð Ritningarinnar: „Hvers vona ég þá, Drottinn? Von min er öll á þér.“ (Sálm. 39,8). SigurSur Stefánsson. ÁbyrgAin. Sagan hermir frá þýzkum krónprinsi, sem uppi var á sextándu öld og vakti hneyksli og hryggð í rikinu. Hann var léttúðugur mjög, spilagosi, drykkjuslarkari, og eyðsluseggur. Lét hann byggja marg- ar hallir sér til gamans. Svo skeði það, að honum var borin sú frétt, að faðir hans væri lótinn, og skyldi hann nú sjálfur setjast að völdum. Hon- um féllst svo mikið um þennan boðskap, að hann stóð upp frá drykkjar- borðinu og grýtti spilunum og drykkjarhorninu í gólfið með þessum orð- um: Non plus. (Aldrei framar.) Hann lét líka höggva þessi orð yfir hall- arhliðinu. Og hann efndi þessa heitstrengingu, hvarf aldrei aftur á fyrri villigötur, en var þegnum sínum góður stjórnandi og fögur fyrirmynd. Það er um sanna verðleika eins og fljótin, þeim mun dýpri sem þau eru, þeim mun hljóðar falla þau. — Halifax lávarSur.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.