Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 38
420 KIRKJURITIÐ minningargrein: „Sem dæmi ]>ess vil ég segja frá litlu atviki, sem fyrir mig kom úti á Möðruvöllum í Hörgárdal. Ég var að halda ])ar héraðs- fund, sem byrjaði með guðsþjónustu í kirkjunni, en daginn eftir átti fund- ur norðlenzkra presta að hefjast á Akureyri. Stóð ég fyrir altari og leið eitthvað svo óvenju illa. Líklega hefir það staðið í einhverju sambandi við áhyggjur út af fundinum á Akureyri, þvi þar var ýmislegt á dag- skrá, sem búast mátti við, að yrði ikveikjuefni. En þegar ég sneri mér frá altarinu til að tóna, kom ég auga á séra Björn í kirkjunni. En um leið og ég sá hann, var öll mín illa liðan horfin, eins og strokin burt, og vellíðan komin i hennar stað. Man ég ei eftir, að þær tvær tilfinn- ingar iiafi haft jafn skjótt vistaskipti hjá mér og í það sinn. Töframáttur áhrifavaldsins sá fyrir því.“ Mér, sem þetta rita, er kunnugt um, að réttlætistilfinningin var aðal- umræðuefnið á þessum Akureyrarfundi. Gat þá ekki hjá því farið, að út- skúfunarkenningin og aðrar skyldar trúfræðikenningar kirkjunnar bæri á góma. 1 þessu margþætta og torráða umræðuefni var aðal „íkveikju- efni“ fundarins fólgið. Um þetta vandasama og margslungna trúfræði- vandamál flutti séra Björn afburða snjallt framsöguerindi á fundinum, borið uppi af rökfastri og óskeikulli guðfræðiþekkingu, en hitað og glætt af kærleikskenningu Krists úr Nýja testamentinu. Og þegar ræður um málið hófust á eftir framsöguerindinu, gekk séra Bjöm hvað eftir annað fram fyrir skjöldu og greiddi úr hverju vafaatriðinu á fætur öðru. Hann gerði „ikveikjuefnið" óskaðlegt, æði guðfræðinganna hvarf sem dögg fyrir sólu, en kærleikssól kristindómsins varpaði geislum sinum yfir fund- inn, yfir norðlenzku prestana, yfir Akureyrarbæ, yfir hið glæsilega Hóla- biskupsdæmi. Töframáttur guðfræðiþekkingar séra Björns í Miklabæ sá fyrir þvi. Miklibær liggur í þjóðbraut. Gesti bar þar því oft að garði, innlenda og erlenda. Útlendingar ferðuðust mikið um landið á prestsþjónustuárum séra Björns á Miklabæ, einkum Englendingar. Bar það oft við, að eng- inn hafði grun um gestakomu, fyrr en margir koffortahestar voru komn- ir heim í hlaðið ásamt tilheyrandi fylgdarliði. Bættust þann veg miklar annir á hið umsvifamikla heimili, en öllum var tekið eins vel og föng voru á. Og auk Englendinga gistu þar tíðum Þjóðverjar, svo og Norður- landabúar. Auk þeirra anna, sem gisting og beini leiddi af sér, hlóðust miklar annir á séra Björn i sambandi við þessar gestakomur, því að hann einn var fær um að halda uppi samræðum við hina erlendu gesti. Var þá stundum gripið til latínunnar, því að séra Björn var ágætur latínu- maður, en margir gestanna frægir lærdóms- og vísindamenn. En þó að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.