Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 17
KIRKJURITIÐ
399
á lífi úr þessari fyrstu sveit Prestafélagsins, annar en séra Vilhjálmur
Briem, sem sat sjálfan stofnfundinn á Sauðárkróki.
Og nú eru auðvitað með séra DavíS Guðmundsson á Hofi, séra Jónas
Jónasson á Hrafnagili og séra Matthías Jochumsson, en þetta var siðasta
prestsskaparár hans á Akureyri og má nærri geta, hve þessi heimsókn
þangað, svo margra starfsbræðra og góðra gamalla vina, hefir verið hon-
um mikið gleðiefni. Bauð hann líka þessa aufúsugesti velkomna með til-
þrifamiklum og skáldlegum orðum. Og eftir fundinn mun hann þetta
sumar hafa ort söngdrápu sína hina miklu um Hólastifti, en hún er
prentuð í „TíSindum“ félagsins, sem að vísu komu út aðeins einu sinni
og eftir þenna fyrsta Akureyrarfund, með fréttum af honum og helztu
erindum, sem þar voru flutt.
Ég læt hér nægja þessa stuttu frásögn af tveim fyrstu fundum félags-
ins, sem báðir mega raunar teljast stofnfundir og marka skýrt starf og
stefnu samtakanna frá byrjun og næstu érin.
Fundir voru svo haldnir reglulega hvert sumar, til skiptis á Sauðár-
króki og Akureyri, til ársins 1904, en úr því strjálli, enda missir nú
þeirra manna við, hvers af öðrum, sem mestan þátt áttu í stofnun félags-
ins, vexti þess og viðgangi.
Séra Hjörleifur lætur af prestsskap 1906 og flyzt til Reykjavikur litlu
seinna, þar sem hann deyr í hárri elli 13. okt. 1910. Um hann látinn sagði
Þórhallur biskup, að „hann sí-yngdist til œviloka“, og lýsa þau fáorðu
eftirmæli betur en langt mál þessum fjörmikla áhuga- og andans manni.
En sjálfur ritaði hann eitt sinn: „Vér getum óhrœddir aShyllzt hverjar
einar nýjungar, sem sprottnar eru af kœrleiksrót. Þœr geta eigi annaS
en lifgaS og fjörgaS vorl kirkjufélag.“ (Sjá Nýtt kbl. 1910, bls. 258).
3. júlí 1907 stjórnaði svo séra Zóphonías síðasta fundi sinum, en hann
tók við formennsku félagsins eftir fyrsta árið af séra Hjörleifi. Á þess-
um fundi, sem haldinn var á Sauðárkróki, flutti séra Bjarni Þorsteinsson
mikinn fyrirlestur um kirkjusöng, og séra Zóphonías sjálfur tvö ýtarleg
erindi. Fjallaði annað um þær „hœttur, sem prestinum eru búnar sem
presti“, og urðu um miklar umræður, er aðallega snerust um það, hvort
prestar ættu að taka að sér veraldleg störf, eða leitast við að komast hjá
þeim. En niðurstaðan verður þessi, og má víst enn til sanns vegar færa,
að rétt sé: Prestar hliðri sér yfirleitt ekki hjá þeim störfum i þarfir
mannfélagsins, þar sem þeir álita, að þeir geti orðið verulega til gagns
°g góðs, en komi sér hjá þeim störfum, sem þeir annað hvort eru ekki
vaxnir, eða sem eru of fjarskyld verkahring þeirra, eða þar sem þeir
geta ekki notið sin“ (sbr. Nýtt kbl. 1907, bls. 181).