Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 39
KIRKJURITIÐ 421 þessar gestakomur eyddu nokkrum tlma frá séra Birni, munu þær þó hafa orðið honum til ánægju, því að ýmsir þessara ágætu erlendu gesta urðu bréfavinir hans og bundu við hann tryggð og vináttu. Þannig var það og um ýmsa Islendinga, er kynntust séra Birni á heimili hans, að þeir hófu bréfaskipti við hann. Má þar til nefna Þórhall biskup Bjarnarson og séra Matthías skáld Jochumsson. Séra Björn var mikill sögu- og málamaður.' Islenzk fræði og norræn voru honum einkar kær. Hann hafði hinar mestu. mætur á Islendinga- sögunum, Eddunum, Biskupasögunum og Þjóðsögum Jóns Árnasonar. En mestu ástfóstri, hygg ég, að hann hafi tekið við latneska og íslenzka tungu. Og um dáleika séra Bjöms á islenzku máli farast dóttur hans, frú Sigriði Björnsdóttur, þannig orð: „Tvo menn hefi ég þekkt, sem með mestri lotningu, næstum tilbeiðslu, hafa talað um og farið með íslenzkt mál, það em þeir dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði og faðir minn. Ég er ekki með því að halda því fram, að þeir hafi verið meiri íslenzku- menn, en svo ótal margir aðrir, bæði fyrr og siðar, en það var bara hvernig þeir fóru höndum um það, hvemig túlkun þeirra lét að minnsta kosti í mínum eyrum“x). Auk þessa var séra Björn prýðilega að sér í grisku, frönsku og þýzku. Þessi mál las hann og skildi viðstöðulaust. Eitt af verkum séra Björns var það að setja á stofn lestrarfélag í Mikla- bæjarsókn, skömmu eftir komu sína að Miklabæ. Var hann lífið og sálin i þessu félagi, meðan hans naut við, annaðist um val bókanna og lét í té geymslu handa þeim, svo að sem bezt færi um þær. í sambandi við lestrarfélagið var gefið út sveitablað, sem hét „Viljinn". Bitstjóm blaðs- ins annaðist jafnan einn i senn, en allir máttu skrifa í það, sem vildu. Gekk það um sveitina, bæ frá bæ, og var alls staðar vel fagnað. Skömmu eftir andlát séra Björns, 3. febrúar 1924, var gefið út eitt ein- tak af „Viljanum", sem einvörðungu var helgað minningu hans. Þar skrifuðu um séra Bjöm sveitungar hans ýmsir, sem þekktu hann bezt. Stefáni Vagnssyni, þáverandi bónda á Hjaltastöðum, farast þannig orð: „Mér er i minni fyrsta skipti, þegar ég fór i kirkju. Við vomm mörg saman í hóp úr Akratorfunni, og þegar við komum upp á þjóðveginn, stönzuðu allir. Karlmennirnir tóku ofan, og allir gerðu bæn sina og buðu að því loknu hver öðmm „góðar stundir". — Með slikum hug fóru menn á stað til kirkju sinnar í þá daga, og til séra Björns sóttu þeir áreiðanlega það, sem þeir þörfnuðust til viðhalds og eflingar trú sinni. — En menn sóttu fleira en guðsorð að Miklabæ. Á eftir messunni var að jafnaði nokkurs konar málfundur, meðan setið var yfir hinum rausn- arlegu veitingum þeirra hjóna, þar voru rædd stjórnmál og sveitamál,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.