Kirkjuritið - 01.11.1958, Side 48

Kirkjuritið - 01.11.1958, Side 48
430 KIRKJURITIÐ málaráðherra Hermann Jónasson yfir ])vi, að rikisstjórnin mundi hlutast til um að nægilegt fé yrði veitt úr ríkissjóði til orgelkaupanna. Orgelið hefir kostað 184 þús. kr. Má þvi segja, að orgelið sé afmælisgjöf þjóðar- innar til kirkjunnar á 850 ára afmæli Hólastóls. Þjóðminjavörður ann- aðist framkvæmdir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Messugjörðin i Hólakirkju hófst með þvi, að kirkjuorganistinn Frið- björn Traustason lék á gamla kirkjuorgelið fyrsta sálm messunnar, og kirkjukór Hólasóknar söng. Þá afhenti prófastur, séra Helgi Konráðsson, orgelið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og flutti kveðjur forsætisráðherra og biskups og bar fram blessunaróskir yfir orgelið, organista og kirkjukór og alla þá, sem eiga að njóta hljóðfærisins í framtíðinni. Síðan fór messan fram að venjulegum hætti, dómkirkjupresturinn, séra Bjöm Björnsson, þjónaði fyrir altari og prófastur flutti prédikun, kirkjukórinn söng við

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.