Kirkjuritið - 01.11.1958, Page 50

Kirkjuritið - 01.11.1958, Page 50
432 KIRKJURITIÐ sem hann gerir að verulegu umtalsefni, enda þykir honum mest til henn- ar koma. Segir hann, að hún sé fortakslaust athyglisverðasta greinin i bókinni. Hún heitir „Biblical Interpretation as Participation". Það er okkur alltaf ánægjuefni, þegar landi okkar vekur á sér athygli erlendis. Prófessor Þórir Þórðarson var ráðinn til þess að gegna háskólakennslu í fyrravetur í Chicago, og tók hann þar til bráðabirgða sæti manns, sem hefir mikinn orðstír og starfar nú í Harvard. Þórir dvelst vestra í vetur við visindastörf. Sænxka kirkjuliingiA hefir nú samþykkt, að konur megi gerast prestar í Sviþjóð. Þær fréttir berast frá Búdapest, að Lujos Ordass, yfirbiskupi lúth- ersku kirkjunnar í Ungverjalandi, hafi verið vikið úr embætti. Laszlo Des- sery hefir neitað að gegna biskupsembættinu, en hann tók við því um lirið. Emil Korean hefir nú verið settur i það. Kvað hann vera auðsveip- ur stjórnarvöldunum. Á þiugi skozku iiresbyterítiusku kirkjunnar urðu harðar deilur um frumvarp þess efnis, að tekið væri upp biskupsembætti i stað öldunga. Loks var frumvarpið endursent til frekari umsagnar safnaðanna með 357 gegn 328 atkv. Deilur Iiafa startiiV i Danmörku um kenningarfrelsi presta. Halfdan Hogsbro biskup krafðist þess, að P. Kalmeyer prestur tæki aftur yfirlýs- ingu sína um, að friðþægingarlærdómur Páls postula og Lúthers væri ósið- legur og gagnstæður kristilegum anda. Kirkjumálaráðuneytið úrskurðaði, að lútherskir prestar væru aðeins bundnir því að boða þann kristindóm, er þeir vissu réttastan samkv. beztu samvizku. t------------------------------------------------------------ KIRKJURITIÐ Timarit, gefið út af Prestafélagi Islands, kemur út 10 sinnum á ári. Ritstjórar Ásmundur Guðmundsson og Gunnar Ámason. Árgangurinn kostar 60 krónur. Afgreiðslu annast Elisabet Helgadóttir, Hringbraut 44, Reykjavik. Simi 14776. Pzentsmiöjan Loiítur v..

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.