Kirkjuritið - 01.11.1958, Side 36

Kirkjuritið - 01.11.1958, Side 36
418 KIRKJURITIÐ ur. Hann vandaði mjög málfar sitt, og gróft orðbragð mótti hann ekki heyra. Á skólaórum sinum hafði hann ekki verið bindindismaður, en inn fyrir dyr ó Miklabæ mun aldrei hafa komið vínflaska í hans tið. Yfir allri framkomu hans og fasi hvíldi mikill virðuleiki, prúðmennska og kurteisi. Og samlyndi prestshjónanna var með afbrigðum gott, enda var allur heimilisbragur eftir þvi. Hinn góði engill séra Björns var kona hans, frú Guðfinna Jensdóttir. Hún var góð og umhyggjusöm móðir, en liklega hefir henni verið í engu sýnna en að vera óstrik eiginkona. Hún kunni hin beztu skil ó }>ví að bægja öllum óhyggjum fró manni sínum og hlaða um hann varn- arvegg óstar og umhyggju, þar sem allur mótblástur og allt andstreymi brotnaði á. Þótt efni væru orðin mikil hjá prestshjónunum ó Miklabæ hin siðari ór þeirra þar, mó samt nærri geta, að ó hinum fyrstu prests- skaparárum séra Björns á Miklabæ hafi stundum verið þröngt í búi, barnahópurinn stór, en preststekjur rýrar á þeim árum. En húsmóðirin leysti hlutverk sitt af hendi með hinni mestu prýði, ón þess að valda húsföðumum óþarfa áhyggjum. Séra Björn gat því heill og óskiptur gengið að köllunarstarfi sínu, hirðisstarfinu. Prédikanir hans báru vott um gáfur og göfuglyndi. Þær voru fagrar og stundum hrífandi. Stundum gátu þær veríð þungskildar, en ekki stafaði það af óljósri hugsun, heldur hinu, að hann var stórlærður guðfræðingur, og gleymdi þá einstaka sinnum, að guðfræðileg þekking sóknarbamanna var skör lægra en hans eiginn lærdómur. Og ég heyrði stundum á honum, að hann gladdist hjartanlega, þegar hann sannfærðist um, að einhverjir áheyrendanna höfðu fyllilega skilið ræður hans, þótt lærðar væm. En þrátt fyrir það, að ræður hans báru vott um mikla guð- fræðiþekkingu, var hann jafnan alþýðlegur prédikari. Séra Björn hafði unun af því að fræða. Hann var ágætur fræðari barna og unglinga og mjög óhugasamur um, að barnafræðslan í prestakalli hans væri i góðu lagi, ekki aðeins í kristnum fræðum, heldur og i öllum þeim námsgreinum, sem lögboðnar voru. Þessi áhugi hans mun hafa hvatt margan unglinginn í Miklabæjarprestakalli til framhaldsnóms og skóla- göngu. Séra Björn hafði lokið guðfræðiprófi úr Prestaskólanum með mjög hárri fyrstu einkunn, sem fyrr segir. Hann var því þá þegar, að þvi prófi loknu, vel að sér í guðfræðilegum efnum miðað við þann tima. En hann lét ekki þar staðar numið. Hann eignaðist brótt hið ágætasta bókasafn, og enda }xjtt norrænar bókmenntir skipuðu þar virðulegan sess, þá var þó vegur guðfræðinnar þar engu minni. Hann var þaulkunnugur

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.