Kirkjuritið - 01.11.1958, Side 29

Kirkjuritið - 01.11.1958, Side 29
KIRKJURITIÐ 411 orðna fólksins. Það er geigvænlegt, hvað fáir foreldrar sækja nú kirkju með börnum sínum. Ég hefi áður getið nokkurra erlendra úrræða. En ég vil sérstaklega minna á erindi Ezra læknis Péturssonar um þetta efni, sem hann flutti í Útvarp- inu og senn mun birtast á prenti. Hann undirstrikaði vel nauðsyn þess að gera söfnuðina starfandi. Það er það, sem mest skortir. Það, sem nú er nauðsynlegast. En til þess verða foreldrarnir að vera þeirrar trúar, að börn- in megi ekki við því að fara á mis við trúna, og stafi þeim af því mikil hætta. Þvi að þá telja þeir sér skylt að leiða þau á Guðs vegu. Oft er sorg sællífis entli. Menn virðast ekki trúaðir á þessi fornu orð nú orðið. Mun- aðurinn skal sitja fyrir öllu. Verið er að reisa biðskýli við einn mesta brennipunkt um- ferðarinnar í höfuðborginni. Fátt er þarfara. Margur er bú- inn að norpa þarna sér til sorgar og jafnvel heilsutjóns. En það vekur eftirtekt mína, að ég sé ekki betur en að jafn- framt eigi að rísa þarna upp sælgætisbúð, sem stendur þá ef- laust opin til miðnættis eða lengur. Og fátt mun öllu óþarfara. Það eru ekki nema tveir, þrír áratugir síðan börnum og unglingum þótti brjóstsykur og súkkulaði vera verulegt sæl- gæti, vegna þess ekki sízt, bvað þau fengu það sjaldan. En fyrir nokkrum árum sagði gömul rausnarkona, sem bjó undir heiði í hálfa öld og hafði hýst ótal gesti og gangandi: Það er orðið ómögulegt að gleðja börn. Hún átti við, að þau væru orðin ofmettuð af því, sem áður var talið til sælgætis, og gerðu líka fáránlegar kröfur til gjafa. — Mér virðist nú komið í það horf í þéttbýlinu, að sælgætið er að verða nauðsynjavara, þ. e. börn og fullorðnir telja sig ekki geta án þess verið. En er það hollt? Við þykjumst lifa yfir efni fram. Það er talið, að menn verði aftur að fara að læra að spara á íslandi. Mætti ekki m. a. byrja á því að draga svolítið úr leyfisveitingum til sæl-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.