Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 4

Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 4
50 KIRKJURITIÐ Þegar augun tóku að venjast hálfrökkrinu, kom ég auga á málm-töflu, sem var greypt niður í steingólfið, og með erfiðis- munum gat ég lesið áletrunina, sem máð var af margra alda sliti. Og þá varð mér fyrst ljóst, hvert atvikin höfðu borið mig. Þetta var „Quo vadis“-kirkjan! Hér, einmitt á þessum stað, birtist Jesús Pétri postula, er hann flúði ótta sleginn út úr Rómaborg á dögum Nerós-ofsókn- anna. Hér var það, sem helgisagan segir, að þetta undarlega samtal hafi átt sér stað milli meistara og lærisveins, sem kom Pétri til að snúa við og taka upp baráttuna að nýju með nýju hugrekki og nýrri trú, samtalið, sem hófst með þessum orðum: Quo vadis? Hvert ferö þú? „Ég varð gripinn einkennilegum hugblæ," heldur rithöfund- urinn áfram, „og lét fallast niður á lágan trébekk, sem þarna var. Mínúturnar liðu hver af annarri: Tíminn nam staðar og hvarf í vitund minni. Þögnin dunaði í eyrum. Og úr þögulum myrkva hvelfingarinnar barst til mín hvíslandi rödd eins og ákæra yfir djúp aldanna. Quo vadis? Hvert ferð þú? Er þetta ekki spurning, sem allir ættu að beina til sjálfs sín einnig á vorum dögum? Og nú, þegar ég minntist þessara yfirborðslegu skemmtana, sem ég hafði notið síðustu vikurnar, fann ég til hálfgerðrar minnkunar. Undarleg tómleikatilfinning snart mig. Ég var ekki ánægður með sjálfan mig. Allt í einu fann ég til þess með sársauka, hversu mjög ég, eins og aðrir, hafði látið ginnast af ytra borði tilverunnar, en gleymt hinu, að til er einnig heim- ur andans. Drepsótt efnishyggjunnar. „Þarna inni i hálfrökkri kirkjunnar, þar sem einstakur dauf- ur ljósgeisli læddist yfir steingólfið, varð mér það allt í einu ljóst, að banvæn sótt herjar akur mannkyns þess, er nú lifir: drepsótt efnishyggjunnar. Vér spyrjum ekki framar: Hver er tilgangur lífsins? Vér látum oss nægja að leita efnisgæða einna, auðs og valda. Fyrsta spurning vor er ekki: Hverjum get ég orðið að gagni? Hvernig get ég hjálpað? Hvernig getur líf mitt orðið heiminum til blessunar? Heldur: Fyrir hve miklum pen-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.