Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 24

Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 24
Pistlar. Trúin á lygina. Styrjaldir verða ekki réttlættar frá kristilegu sjónarmiði né háðar með kristilegu hugarfari og kristilegum aðferðum. Þess vegna ganga siðareglurnar úr skorðum og mörgum kennisetn- ingum er blátt áfram snúið við á stríðstímum. M. a. er trúin á lygina þá tekin almennt upp. Það er ekki aðeins talin lífsnauð- syn að blekkja óvinina með öllum hugsanlegum ráðum og dáð- um, heldur óhjákvæmilegt, að stjómmálamenn og herforingjar láti almenningi sem minnsta vitneskju í té um flestar áætlanir sínar og framkvæmdir, bæði til þess að óvinirnir verði ekki áskynja um þær, og eins til að vekja ekki deilur meðal fólksins eða jafnvel andstöðu þess. Fólkið á að lifa í trú, en ekki skoð- un — trú á leiðtogana, sem því ber að sýna takmarkalausa hlýðni. Allir telja, að stríðstímarnir skapi óvenjulegt ástand, sem eigi að vera úr sögunni, þegar friður sé kominn á. En hér sem oftar vill það við brenna, að mönnum er ótamt að láta af löst- unum, þegar þeir eru einu sinni búnir að venja sig á þá. Og auðlærð er ill danska. Ýmsir smitast af styrjaldarhugnum, þótt þeir hafi aldrei á hólminn komið. Sannast það á oss íslend- ingum á margan veg og þó ef til vill skýrast á því, hve vér höfum tekið mikla trú á lygina. Stjórnmálabaráttan ber þess ljósast vitni. Vér — þessar fáu þúsundir —, sem búum í harð- býlu landi og verjum kröfur vorar til sjálfstæðis og hlutgengis á alþjóðavettvangi með því, hvað vér séum mikil menningar- þjóð, þykjumst hafa ráð á því að skiptast í marga andsnúna flokka, sem heyja miskunnarlausa baráttu hver við annan. Sú hugsun virðist útdauð, sem Bjarni frá Vogi lýsti iðulega með þeim ummælum, að hann væri ekki þingmaður Dalamanna, heldur þjóðarinnar allrar. Nú eru aðeins til þingmenn flokk- anna, að því er bezt verður skilið. Hitt er þó verra, hversu lyg-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.