Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Qupperneq 26

Kirkjuritið - 01.02.1961, Qupperneq 26
72 KIRKJUIUTIÐ lægri eiga i hlut, eru það raunar landráð að beita henni í þjóð- málum. Tvenns konar öfgar. Skynsemi vor er sannarlega hvorki einhlít né alnæg á neinu sviði. Stundum veltur enn meira á hugskyni (intuition) en til- finningu. Og að miklu leyti búum vér jafnan að annarra orð- um og verkum. Á upplýsingaöldinni svonefndu ofmátu menn skynsemina. Einnig fjöldi kristinna kennimanna. Þeir aðhylltust þá hvorki né prédikuðu annað en það, sem þeir höfðu sjálfir reynt eða a. m. k. gátu gert sér „náttúrlega“ grein fyrir. Þess vegna slógu margir þeirra striki yfir öll kraftaverk og töluðu um Guð eins og mann, sem þeir væru nákunnugir á næsta bæ. Heimska þess er auðsæ af þessari skilgreiningu í Hebreabréfinu, sem enn stendur í fullu gildi: „trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.“ Margt í trúarefnum er yfirskilvitleg og meira tengt tilfinningu og hugskynjun heldur en skynsemi. Meira að segja sumt í siða- lærdómnum. Þess vegna getur enginn gert þá kröfu, að honum sé aldrei boðað annað af stólnum en það, sem hann skilur út í yztu æsar. Margt, sem oss er óskiljanlegt, er bjargfastur sann- leikur, bæði í heimum efnis og anda. Hitt er sjaldgæfara, þótt finna megi þess fyrr og síðar dæmi, að menn prédika á stundum það, sem kalla mætti skynsemis- lausa trú. Ræðan er næstum því eingöngu tóm háspeki, sem fer ýmist fyrir ofan garð eða neðan hjá áheyrendunum. Það eru ekki aðeins hugtökin, sem þeir botna ekkert í. Þeir skilja ekki einu sinni orðin, guðfræðiumbúðirnar, sem þau eru vafin í. Og í mótsetningu við hina fyrrnefndu, sem hættir til að stagl- ast eingöngu á siðgæðismálunum, ganga þessir síðarnefndu svo langt í öfuga átt, að þeir minnast varla orði á annað en trúna, rétt eins og breytnin sé algjört aukaatriði. En þótt til séu sjálf- nefndir „trúleysingjar“, sem eru hin mestu göfugmenni, og ill- menni, sem eru „þræltrúuð" á yfirborðinu, er samband trúar og siðgæðis líkt og á milli stofns og greina. Prédikun sjálfs meistarans, hvort heldur Fjallræðan eða dæmisögurnar, segja hér skýrt til vegar. Hann talaði það mál, sem allir skildu, og tók dæmi úr daglega lífinu boðskap sínum

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.