Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 28
74
KIRKJURITIÐ
Hér vildi ég aðeins bera sannleikanum vitni um eitt atriði.
Mig undrar það oft, þegar talað er um bannlagatímann, eins
og þá hafi ekki verið drukkið neitt minna en áður og eftir.
Svo hafi mikið verið bruggað og smyglað. Þetta er hin megn-
asta fjarstæða, sem engum er til góðs að halda fram. Ég flutt-
ist sem prestur norður í Húnavatnssýslu haustið 1925 og næstu
tíu—fimmtán árin bar það varla við, að ég sæi nokkurn tíma
ölvaðan mann þar í héraðinu. Naumast einu sinni í réttum.
Hins vissi ég aftur á móti dæmi, að bændur, flestir rosknir,
höfðu hætt að drekka, þegar bannið var sett, þótt þeim þætti
sopinn góður, og voru stakir bindindismenn upp frá því. Þetta
er sannleikurinn um þessi mál í A.-Húnavatnssýslu, og mun
óhætt að fullyrða, að sama mætti segja um a. m. k. flestar sýsl-
ur aðrar. Það er því rétt, að það komi hér fram, hvað sem
annars má segja um algert vínbann eða sölu áfengis.
Gunnar Árnason.
Saxnaskirkja í Svíþjóð.