Kirkjuritið - 01.02.1961, Qupperneq 32
78
KIRKJURITIÐ
„Skrúð“. En einnig Núpsskólinn, vermireitur séra Sigtryggs
og samstarfsmanns hans, Björns Guðmundssonar.
Lækir falla margir niður hlíðar Vestfjarða, víða falla þeir
um land, er Núpsbræður, séra Sigtryggur og Kristinn, efldu
að gróðri.
Á vori hverju syngja þeir með sama lagi og þeir sömdu líf
sitt við og ljóð þess, þeir frændurnir, gestirnir góðu af Norður-
landi: Séra Sigtryggur og Kristinn Guðlaugssynir og Jónas
Tómasson.
Æskulýðurinn sækir fast íþróttakeppni á leikvangi ísafjarð-
arkaupstaðar fast við sjúkrahúsið. Frú Hjaltlína Guðjónsódttir
á þar sína síðustu vökunótt yfir manni sínum. Sjúkrahússvegg-
urinn virðist skilja að tvo heima, er aldrei snertist framar.
Það morgnar. Nær 97 æviár eru á enda. — Grasið á sjúkra-
hústúninu er einkennilega fagurgrænt eftir döggfall næturinn-
ar, er sól nýs dags skín á það. Og það er eins og það hafi
hækkað og vaxið þessa andlátsnótt. Þan minnir á, að störf
ræktunarmannsins stöðvar ekki dauðann. Lífið sigrar og þeir
lifa, sem því þjóna.
Faðir séra Sigtryggs Guðlaugssonar stóð oft úti um nætur,
þegar heiðskírt var og horfði á gang himintungla.
Það var minnzt á Grundtvig við upphaf þessa máls.
Séra Sigtryggur er einna merkasti lærisveinn hans á íslandi.
Þannig lýkur sálmi þeim, er tilgreint var upphafið að (næst-
síðasta versið):
Stjarna veitt oss einnig er,
og ef henni fylgjum vér
hennar leiðarljósið bjarta
leíða um jarðarhúmið svarta
:|: oss mun loks til Lausnarans. :|:
Það er stormur og hríð. Maður er á ferð. Hann fer hratt yfir.
Hann beitir þannig stórum staf, er einn nemenda hans og sókn-
arbarn hefur smíðað, að það sést varla, að fætur hans snerti
snjóbreiðuna. Ratvísi hans er óbrigðul Það sér ekki til loft,