Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Síða 35

Kirkjuritið - 01.02.1961, Síða 35
KIRKJURITIÐ 81 eru frá því um miðja 11. öld, og engin kirkja, nema þá þessi eina, er byggð eftir herhlaup Valdemars Atterdags árið 1361, en þá lauk hinni miklu kirkjubyggingaröld á eyjunni. Sveita- kirkjurnar komust hjá eyðileggingu, er hinn danski her flæddi eins og holskefla yfir landið, þótt hann hafi sjálfsagt látið greipar sópa um dýrgripi þeirra. Bændaherinn var ofurliði bor- inn, og íbúarnir urðu fyrir þungum búsif jum, eins og þessi forna aletrun ber vott um: „Bændabýlin eru brunnin, fólkið fellur sigrað, kveinandi fyrir sverðinu.“ Samanlagt tölugildi bókstaf- anna í áletrun þessari er 1361, en það er hið örlagaþrungna ár í sögu Gotlands alls. Sveitakirkjurnar mörgu hafa staðizt umrót aldanna og gnæfa enn í tígurlegri ró og óhagganlegri reisn. Ekki hefur þurft að byggja nýjar kirkjur, því að þær gömlu hafa dugað Gotlend- ingum vel fram á þennan dag. Þó hefur á allra síðustu árum verið hafinn undirbúningur að kirkjubyggingum í nýjum byggða- hverfum, og sennilega hefur ný kirkja verið vígð á síðasta ari (1960) í bænum Slite, sem hefur vaxið síðustu árin vegna sementsverksmiðju, sem þar er rekin, en þá eru liðin rétt 700 ar, síðan sóknarkirkjan í Othem þar í grenndinni var vígð. Gotland er eitt af þrettán biskupsdæmum sænsku kirkjunnar °g það minnsta. Núverandi biskup er Algot Anderberg og bisk- npsfrúin er yngsta dóttir Nathans Söderbloms, erkibiskups í Uppsölum, frægasta kirkjuleiðtoga Svía á seinni öldum. Um skeið störfuðu þrír biskupar í sænsku kirkjunni, sem allir voru tengdasynir Söderbloms. Það var Brilioth, erkibiskup í Uppsöl- uni, Runestam, biskup í Karlstad í Vermalandi, auk Ander- hergs biskups í Visby. Nýverið hefur biskupinn lokið við að visitera 88 söfnuði af þeim 92, sem eru á eyjunni. Hefur skýrsla hans margt athyglisvert að geyma um kirkjulíf á Gotlandi. Prestssetrin eru flest gömul, en vel við haldlið. Enginn prestur stundar lengur búskap, heldur eru allar prestssetursjarðirnar teigðar. Munu nú vera liðin 10 ár, síðan síðasti presturinn í sænsku kirkjunni hætti búskap. Söfnuðunum þykir mjög vænt um hin fornhelgu musteri og leggja mikið að sér til að endur- nyja þau. Á þeim 9 árum, sem Anderberg hefur verið biskup a Gotlandi, hefur hann endurvígt 25 kirkjur, sem hlotið hafa meiri háttar endurbætur. Prestar biskupsdæmisins eru 35. Biskupinn er einnig sóknarprestur eða dómprófastur við dóm- 6

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.