Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Síða 39

Kirkjuritið - 01.02.1961, Síða 39
KIRKJURITIÐ 85 an til skrúðhúss kirkjunnar, sem er einna líkust stórri kap- ellu. Ég hafði hvorki hempu né kraga meðferðis, enda þurfti ég ekki á slíkum skrúða að halda, því að hann tíðkast ekki í Svíþjóð. Er klæðnaður presta í Svíþjóð og Finnlandi ólíkt hent- ugri en fornaldarbúningurinn, hempa og pípukragi, sem enn er við lýði í hinum lútersku kirkjunum á Norðurlöndum. Ég fékk sérstakt hvítt lín um hálsinn og fór í hvítan kyrtil með belti um mittið. Þar með var ég reiðubúinn til þjónustu. Sókn- arpresturinn gekk fyrir altari skrýddur hökli og flutti skrifta- ræðu, því að altarisganga skyldi fram fara þennan dag. Þetta var síðasti sunnudagur kirkjuársins, sem nefnist dómssunnu- dagurinn í sænsku kirkjunni, og skyldi prédikunin fjalla um endurkomu Krists og hinn efsta dóm. Dómssunnudagurinn hef- ur alvarlegan boðskap að flytja, sem ekki má gleymast. Heldur hefði ég þó kosið að vera í sænskri kirkju næsta sunnudag á eftir, sem var fyrsti sunnudagur í aðventu, en þá er jafnan mikil kirkjusókn og mjög hátíðleg messa. Þegar gengið var upp í prédikunarstólinn, blasti við ártal, sem gaf til kynna, að hann mundi vera um 250 ára gamall. Þykir Gotlendingum slík- ir hlutir næsta nýir af nálinni miðað við aldur kirknanna, og hefur komið fyrir, að þeir hafi í gamni eða alvöru beðizt afsök- unar á því, að svo nýir gripir skuli vera í svo gömlum kirkj- um. Prédikunarstólarnir eru oft mjög skrautlegir og svo rúm- góðir, að presturinn getur kropið þar til bænar, áður en hann flytur prédikun sína. Það var öllu auðveldara að prédika á út- kirkjunni, Hellvi. Hú er töluvert minni, og þar er ekki eins mikið bergmál og í Lárbrokirkju. Það þarf sérstaka aðferð til að prédika í þessum stóru miðaldakirkjum. Ekkert gagnar að tala hátt eða öskra, eins og sumum hættir til í fyrstu, heldur er venjulega bezt að tala hægt og greinilega og alls ekki mjög hátt. Margir halda, að prédikarar verði að hafa mjög hátt til að láta til sín heyra, en slíkt er alger misskilningur. Sumum er m. a. s. það til lista lagt í ræðumennsku, að þeir geta látið heyra til sín i fjarlægustu afkima stórar kirkju, þótt þeir tali lágt, já, jafnvel láti heyrast hvíslið eitt. Hellvikirkja er merki- leg fyrir þá sök, að þekkt er nafn byggingarmeistarans, sem reisti hana fyrir meira en sjö öldum. Sá hét Lafrans. Ekki eru kunn nema nöfn tveggja þeirra byggingarmeistara, sem reistu hin fornu musteri á Gotlandi. Það eru nöfn feðganna Botvids

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.