Kirkjuritið - 01.02.1961, Qupperneq 41
KIRKJURITIÐ
87
þessu öfugt farið. Þar væri tertan borið fram fyrst. Þarna voru
fyrst bornar fram smákökur og bollur, og áttu menn að taka
af öllum tegundum í einu. Var komin álitleg hrúga á diskinn
hjá mér, og var þó tertan eftir. Horfði ég angistaraugum á
félaga minn, en hann virtist engu kvíða. Gerði hann litlu einu
skil af kökunum. í fávizku minni hámaði ég sem mest í mig,
því að mér gat ekki komið til hugar, að gestirnir tækju afgang-
inn með sér heim í litlum pappírspokum, sem gestgjafar létu
þeim í té. Sagði sóknarpresturinn, að þessi siður kæmi sér vel,
þegar hann þyrfti að fara í margar vitjanir. Þá tæki hann heim
með sér þær kökur, sem hann gæti ekki torgað, og skildi þær
eftir í eldhúsinu. Mér varð hugsað til gamla prestsins heima
á Islandi, sem sagði mér frá því, að hann hefði drattazt heim
að loknum örfáum húsvitjunum á fyrsta prestsskaparári sínu
sjúkur af kaffidrykkju og kökuáti. Meira þoldi hann ekki. Gott
hefði verið fyrir hann að taka eitthvað af kökunum með sér
heim í pappírspokum.
Á síðari árum hafa sjálfsagt margir íslendingar komið til
Gotlands, perlunnar í Eystrasalti. Þangað ættu menn auðvitað
helzt að fara á sumrin, þegar allt er í fegurstum skrúða. Ég
er viss um, að margir, sem eiga eftir að koma þangað, muni
hrífast af náttúrufegurðinni og dást að listaverkum fortíðar-
innar, en þó umfram allt virða og bera hlýjan hug til íbúanna,
hinna vingjamlegu og dugandi Gotlendinga.
Magnús Guðmundsson,
Setbergi.
Þegar þú lest Ritninguna, eru það ekki torráðnu staðirnir, sem þig
skipta höfuðmáli, heldur þeir, sem þú skilur; þeim átt þú tafarlaust
að hlýðnast. Þótt það væri ekki nema ein einasta grein, sem þú skild-
ir, þá ber þér fyrst af öllu að fara eftir henni, en ekki setjast
niður og brjóta heilann um það, sem þú botnar ekki í. Þér er fengið
Guð.sorðið til að breyta eftir því, en ekki til þess að þú spreytir þig
á að skýra torskilda staði ritningargreinar. .— Saren Kierkegaard.