Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 42

Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 42
Nokkur orð þegar gamla kirkjan á Ríp var kvödd í síðasta sinn. (í apríl 1924). Þýöing fyrr á tímum. Það blandast víst engum hugur um þá miklu þýðingu kirkn- anna fyrr á tímum. Þær voru miðstöð andlegrar menningar og vakningar. En þær voru meira, þær voru líka miðstöð félags- skapar og félagslegrar menningar og síðast en ekki sízt mið- stöð frétta (sbr. Sturlungu um lát Steinunnar á Kirkjubæ). Þær voru að nokkru almennur samkomustaður fyrir eldri og yngri, fólkið þurfti þá eins og nú að koma saman til að hittast, sjást og talast við. Höfðu það hlutverk,sem skólarnir og sam- komuhúsin hafa nú. En þá voru prestarnir allt: kennarar, siða- meistarar og fyrirlesarar, bústólpar og bjargvættir sveitar- innar. Á tímum þrenginga, sem svo margar hafa drifið yfir þetta land, bæði harðindi og sjúkdómar, voru þær sá arinn, er þjóðin sótti yl og styrk til. Á slíkum tímum, þegar menn standa máttvana fyrir hinum eyðandi öflum tilverunnar, gríp- ur mannsandinn eftir öflum fyrir utan hann, þekktum eða óþekktum, á svipaðan hátt og hinn heiðni víkingur Þorkell máni, er hann fann vald dauðans færast yfir sig og sagði, eftir að vera borinn út í sólskinið: Enginn meini mér —. Það er einmitt þessi trú, sem er hin rétta, hvað sem hún heitir. Það er eins og stendur í danskri bók, er ég las nýlega: ,,Den reli- gion som ved bön kan hente styrke fra den usynelige verden, den er den sande religion". Ég er viss um, að þið hafið einhvern tíma fundið sál ykkar vaggast og laugast í bylgjum tónanna og hef jast yfir hversdags- stritið, þegar á sólríkum sunnudegi var sunginn sálmurinn:

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.