Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 45

Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 45
Nokkur orð sögð við vígslu Rípurkirkju 14. janúar 1925. Það varð mitt hlutskipti að segja nokkur orð eins og í kveðju skyni frá safnaðarins hálfu, þá síðast var haldin guðsþjónusta 1 hinni gömlu og þjóðlegu kirkju, er stóð hér á sama stað og við nú stöndum. Og atvikin hafa einnig velt því svo, að ég segi hér nokkur orð, þá í fyrsta sinni er haldin guðsþjónusta i hinni nýbyggðu kirkju og hún þar með vígð til að vera sam- komu- og griðastaður okkar, hvort heldur sem við leitum þang- að á stundum gleði eða hryggðar. Það er ekki úr vegi að gera ofurlítinn samanburð á hinni gömlu og nýju kirkju. Það er eins og skáldið kvað: Án fræðslu um hið liðna, sést ei hvað er nýtt. Hið gamla hús, sem hér stóð, þótti á sínum tíma hið mynd- arlegasta, en tönn tímans og viðburðanna rás gerðu það svo, að ekki varð nothæft. Þessi nýja kirkja, er byggð á sama grunni. Hún er að nokkru leyti byggð úr þeirri gömlu og að nokkru leyti fyrir fé, sem !agt hefur verið til hliðar smám saman. Það er því nokkurs konar þróun upp af gömlum grundvelli, og þá eru framfar- irnar haldbeztar, þegar þær eiga rætur sínar í því forna og áður þekkta. Eg veit, að ykkur finnst mikill munur á þessu húsi og því gamla, og er það í alla staði rétt. En er þá til of mikils mælzt, að okkur sjálfum fari fram að sama skapi — fari fram að bróðurhug og tilbeiðslulöngun ? Eg veit, að Guði er jafn þóknanleg bæn og tilbeiðsla í hinu lelegasta hreysi, sem í hinum hæstu og skrautlegustu sölum. En háir og bjartir salir hafa sín áhrif á okkar jarðbundna og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.