Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Síða 49

Kirkjuritið - 01.02.1961, Síða 49
KIRKJURITIÐ 95 Innlendar fríttir. Gjöf til stofnunar ellih&imilis. Forstjóri Elli- og hjúkrunarheim- ilisins Grundar, hr. Gísli Sigurbjörnsson, hefur afhent biskupi íslands sparisjóðsbók með 5 þúsund króna innstæðu. Fylgir með sú beiðni, að þessi sparisjóðsbók verði síðar afhent þeim söfnuði í landinu, sem fyrstur hefst handa um stofnun elliheimilis. Víða eriendis hafa söfn- uðir stofnað elliheimili og reka þau á sínum vegum. Eru t. d. Danir mjög framarlega í þessum efnum, og er einn helzti forgöngumaður þeirra nú í líknarmálastarfi á vegum kirkjunnar hinn nýskipaði Kaupmannahafnarbiskup, Westergaard Madsen. Vonir standa til þess, að hann muni koma til Islands í sumar og kynna nokkuð þessa starf- semi. Tilgangur gefandans með því framlagi, sem hann hefur afhent biskupi, er sá að vekja athygli safnaða landsins á þessu verkefni og örva þá til þess að setja á fót heimili fyrir aldurhnigið fólk. — (Frá skrifstofu biskups). Pétur SigurÖsson ritstjóri átti sjötugsafmæli seint á fyrra ári, en starfar enn af brennandi áhuga og fullu fjöri. „Einingin", blað Stór- stúkunnar, sem hann stýrir af miklum myndarbrag, flytur stöðugt auk ritningarkafla, greinar um trú- og siðgæðismál. Hefur Pétur líka, sem kunnugt er, starfað að kennimennsku, bæði erlendis og hér heima i fjölda ára. Hann er einn þeirra leikmanna á þessari öld, sem íslenzka kirkjan á mest að þakka . Jón Helgason, fyrrum prentsmiðjustjóri og útgefandi Heimilis- blaðsins og Ljósberans, er nýlega látinn. Hans var getið hér í ,,pistli“ 1959, enda unnu fáir Kristi fölskvalausar né leituðust einlægar við að vinna málum hans gagn meðal þjóðarinnar. Starf Jóns fyrnist sem annarra, en lengi grær af sáðkornum hans. Viðleitni og fórnfýsi slikra manna er sigursæl eins og vorandinn. Garöar prófastur Þorsteinsson mun presta fyrstur hafa tekið upp þann sið að helga fermingarbörnum og aðstandendum þeirra sérstak- lega einhverja fyrstu guðsþjónustuna á spurningatímanum. Ýmsir bafa síðan tekið þetta upp og gefizt einkar vel. Áheitunum á StrandarkirJcju linnir ekki. Og er það vel m. a. vegna þess, að hún er nú orðin helzta hjálparhella þeirra safnaða, sem reisa þurfa kirkjur sínar. Og þannig sannkölluð landskirkja, sem eflir kristina meðal allrar þjóðarinnar. Áheit til Hvalsneskirkju í Kjalarnessprófastsdæmi, afhent skrif- stofu biskups: 1960: Frá Ástu Lóu Bjarnadóttur, Ameriku 100 kr. Frá N.N. 200 kr. Frá A.H. 50 kr. Frá Haddý og V.K. 315 kr. Frá ónefndum 500 kr. 1961: 2 áheit frá G.E. 1000 kr. 2 áheit frá Haddy 100 kr.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.