Kirkjuritið - 01.02.1965, Síða 18

Kirkjuritið - 01.02.1965, Síða 18
112 KIKKJUUITIÐ bu'ta með guðsþjónnstu safnaðarins. Þar á allur söfnuðurinn að koma saman. Mörgum finnst það eina eðlilega, að foreldr- arnir taki börnin með sér í kirkjuna, og að það eiga þau að sjálfsögðu að gera, og gera það tæplega of oft. Slík kirkju- ganga barnanna liefur ómetanlega þýðingu. En bvað um þau börn, þar sem foreldrarnir koma sjaldan eða aldrei í kirkju? Og jafnvel þar sem foreldrarnir taka börnin með sér til kirkjunnar, þá er því ekki að neita, að börnin geta ekki til fullnustu til- einkað sér guðsþjónustu fullorðna fólksins. Þá er sú bætta á, að þau verði framandi í kirkjunni og fái jafnvel leið á kirkju- göngum með fullorðna fólkinu eingöngu. Þess vegna þarf að lialda sérstakar guðsþjónustur fyrir börnin, þar sem atböfnin er við liæfi þeirra og slegið á liina barnslegu strengi sálarinnar. Barnið þarf að lieyra Orðið á þann hátt, sem það skilur það og verkar á það þannig, að það verði ekki aðeins orð, heldur Orðið. 1 sunnudagaskólanum er boðunin löguð eftir þroska barnsins. Orðið er gert lifandi og barnið leitt til uppsprettunnar: Biblí- unnar. Það lærir að þekkja liana og elska hana. Biblían á ætíð að vera miðdepillinn í kristilegu barnastarfi. Á vorum döguni, þegar árásir á kristindóminn, og andlegt kæruleysi, eru meiri en nokkru sinni fyrr, þá er oss nauðsynlegt að safnast samaii um kjarnann. Uppvaxandi kynslóð þarfnast meiri þekkingar á kenningu Krists. Margir finna til vanþekkingar sinnar á Jiessu sviði og vilja bæta þar um. Þeir liafa sig ógjarna í það' einir, en í æskulýðsfélögunuin er unnt að bæta úr þessari þörf. Og víða eru æskulýðsfélögin tekin að vinna merkilegt starf í þessum efnum sem og öðrum í kristilegu uppeldi. Þau vinna að því, að leggja Biblíuna í Iiönd barna og unglinga og temja þeim lestur liennar, og einnig að kenna þeim að meta liinu dýra fjársjóð, sem Sálmabókin innilieldur, og leggja lofsöng á varir þeirra. Með þessu er barnið undirbúið að taka þátt í guðsþjónustu safnaöarins. Og fátt er fegurra og meir uppörf- andi en að sjá bóp barna og unglinga syngjandi lofsöng Guði til dýrðar. Ásamt binni beinu þýðingu, sem sunnudagaskólinn og ann- að barnastarf liefur fyrir börnin, licfur það einnig ábrif útávið. Presturinn mætir foreldrunum gegnum börnin, þeirra dýrustu eign. Það er í suinum tilfellum eins og björtu hinna fullorðnu

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.