Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1967, Page 20

Kirkjuritið - 01.03.1967, Page 20
114 KIRKJURITIÐ kirkjunnar. — Sá seni ekki rækir samfélagið við Jesúm Krist eftir þeim leiðum, sem liann liefir sjálfur bent á, liefir tak' markaðar forsendur til þess að skilja liann eða boðskap liaus- Það er e. t. v. verjandi sjónarmið, að útvarp, sjónvarp og dagblöð eigi að flytja það, sem fólkið vill fá, — eittlivað fyrir alla, eins og sagt er, en það er fráleitt að lieimta slíkt af kirkj- unni. Hún liefur ákveðinn boðskap að flytja, livort sem mön»' um líkar hetur eða verr. Hún á sem sagt að vera mótandi afl, — en ekki mótast af duttlungum líðandi stundar. Nú er bréfið vísast orðið nógu langt og læt ég því lokið. Bolungarvík, 15. marz 1967 eflir Kristján frá Djúpalœk (Ortur í tilefni af almennum æskulýðsfundi í Akureyrarkirkju 6. marz 1949) Þótt oft sé lífið örðug för og andi kalt í fang, og margur viti villuljós og veikum þungt um gang, þá segir Kristur: Kom til mín, og krossinn tekur vegna þín. Hann ljær þér bjarta sólarsýn, þótt syrti um jarðar vang. Og hafi eitthvað angrað þig, og að þér freisting sótt, þá bið þú hann að hjálpa þér, og hjálpin kemur skjótt. Hans ljós á vegum lýðsins brani*' Hann leiða þig til sigurs kann. Hin eina trausta hjálp er hann á harmsins myrku nótt. Já, mundu að hann á mátt og náð, þú maður cfagjarn, sem aldrei bregst, þótt liggi Ieið þíns lifs um auðn og hjarn. Frá syndum frelsuð sál þín er, því sjálfur Kristur merkið ber hvert fótmál lífsins fyrir þér. Ó, fylg þú honum, barn.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.