Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1967, Qupperneq 7

Kirkjuritið - 01.12.1967, Qupperneq 7
KIRKJURITIÐ 437 l'ildur móðir lians þeim mun betur. Byggði hún litla kirkju 1 Brattalilíð. Sú kirkia varð fyrsta atlivarf kristninnar á Græn- landi. Arið 1961 var kirkja Þjóðhildar grafin upp og grunnur 'annsakaður. Vesturgafl virðist liafa verið af timbri en kirkj- an að öðru leyti af torfi og grjóti. Umliverfis kirkjuna var allstór kirkjugarður. Þar hcfur hlotið leg fyrsta kristna kyn- dóðin á Grænlandi. Mikið vildum við Islendingar gefa fyrir, að eiga með vissu "r,nin fyrsta kristna guðshússins í landinu. A fyrstu öld íslenzkrar hyggðar á Grænlandi voru samgöng- l,r tíðar milli Noregs, Islands og Grænlands, cins og íslenzkar keimildir lierma. Átti því kirkjan grænlenzka þess kost, að ^afa allnáið samband við kirkjur Noregs og íslands, og presta s,na hafa Grænlendingar fengið erlendis frá. Og víst munu aliugamenn um kristni meðal konunga Norðmanna ekki hafa lútið grænlenzka kristni afskiptalausa. Þegar Þormóður Kolhrúnarskáld kom til Grænlands, var ^pifur lieppni dauður, en Þorkell sonur lians bjó í Brattahlíð °S var þar liöfðingi. Þorkell Leifsson var hirðmaður Ólafs kon- l,tlgs Iielga, og má þess nærri geta, að annar eins áhugamaður llrn kristni og Ólafur Haraldsson muni hafa látið til sín taka kfistni Grænlendinga, fyrst höfðingi þeirra var hirðmaður hans. Kirkjur n Grœnlandi liafa vafalaust í byrjun verið bænda- kirkjur, líkt og varð á Islandi. I Grænlandssögu sinni, sem nú ''r að koma út, segir Finn Gad, að 16 hafi verið sóknarkirkjur a Grænlandi, þegar flestar voru. Hafa bændur þá orðið að sjá '■'rkjum sínum fyrir prestlegri þjónustu. I sögu Hamhorgar-erkistóls segir Adam frá Brimum, að með ■réfi f) jan 1053 hafi páfi skipað Aðalbert erkibiskup yfir "II Norðurlönd, og nefnir ]>ar einnig Grænland. Segir Adam, ^ td Aðalherts hafi leitað menn frá yztu byggðum Islands, ’rænlands og Orkneyja. Vera má, að kristni Grænlands hafi e,nhvern stuðning fengið frá erkistólnum. ^iskupar liafa vafalaust einhverjir verið á Grænlandi áður en astur biskupsstóll var settur þar, svo sem lýðhiskupar erlend-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.