Kirkjuritið - 01.12.1967, Page 37
KIRKJURITIÐ
467
Þó ei' það' sannleikur, að' livenær sem oss fer að leið'ast
Hiyrkrið, og livenær sem vér hrópum í angist og neyð: Herra,
Qiiskunna þú oss, þá mun Iiann nema staðar og snerta vor
andlegu augu, svo að þau ljúkast upp. f andlegum efnum gild-
U' þetta framar öllu: Sá öðlast sem biður, sá finnur, sem leitar
og fyrir þeim verður upplokið, sem á knýr.
Dýrð Guðs og sannleikur hans er livarvetna í kringum oss.
En einungis þeim, sem einlægur er og auðmjúkur og brenn-
andi í þrá sinni eftir sannleikanum mun gefið verða, lians
augu verða snortin.
En er það ekki ennþá svo, að þegar Jesús Kristur spyr:
Hvað viljið þið að ég geri fyrir ykkur, þá verða það í liæsta
lagi einn eða tveir, sem svara: Herra, það að augu vor opnist!
Menn gera sér það ekki Ijóst, hversu blindir þeir eru á allt
það, sem mestu máli skiptir í lífinu. Þetta var sorgarleikurinn
niikli í lífi Jesú. Og í sögu mannkynsins fyrr og síðar liefur sá
sorgarleikur orðið ennþá meiri. Þess vegna er ennþá stríð í
öllum álfum lieims. Þess vegna gengur allt vort ferðalag svo
grátlega seint og menningunni þokar lítið áfram frá einni öld
lil annarrar. Ef kristindómurinn okkar liefð’i verið í lagi,
niundi samfélag vort einnig vera það.
Þó að frelsarinn gangi um farinn veg, liraðar mannfjöldinn
s®r fram hjá í hlindni sinni, af því að svo fáum dettur í hug,
að hann liafi nokkuð að gefa þeim. Menn lialda, að liið and-
lega myrkur, sem umlykur þá sé hið eina og eðlilega ástand.
Hversu miklar hörmungar verður mannkynið að þola, stríð
°g eyðileggingu, áður en neyðin þrengir svo mikið að oss, að
ver lirópum: Herra, miskunna þú oss! Ger þú oss sjáandi!
kangur prestsaldur:
rohn Davenport var prcstur í Oxliill á Englandi 1597—1668, eða í 71 ár.
Séru Einar SigurSsson í Eydöluni var prestur 1557—1626, eða í 69 ár.
Sér« Brynjólfur Árnason á Bergsstöðuni var prestur frá 1562—1629, eöa í
68 ár.