Kirkjuritið - 01.01.1969, Page 13

Kirkjuritið - 01.01.1969, Page 13
KIRKJURITIÐ 7 um. Og livaða könnunarferðir, sem vér kunnum að fara í ó- kynnið í framtíðinni, verða þær ekki farnar á plastvængjum l’layboy (gleðigosans) né í sálsjúkum liugarórum. Eins og yður kann að vera kunnugt, lief ég nýlega verið viðriðinn kvikmyndatöku varðandi Nýatestamentið, á vegum Brezka sjónvarpsins (B. B. C.). Og meðal margs annars, sem það liafði í för með sér, stóð ég fyrir þær sakir á þeim stað, ®em ætlað er — og það með ólíkt rneiri sanni en um flesta aðra helgistaði — að sé Sæluboðahæðin, þar sem áhrifaríkasta ræða, er um getur, var flutt fyrir um tvö þúsund árum. Það var óneitanlega dásamlegt að standa þarna og horfa niður yfir Galíleuvatn og reyna að sjá viðburðinn í huga sér: ókunna læriföðurinn og litla, nafnlausa og ólæsa hópinn að mestu, sem safnast hafði í kringum hann. Því að það skulum vér alltaf liafa í minni, að kristin trú spratt ekki upp í hópi liá- skólagenginna snillinga og ekki meðal hinna auðugu, eða valdamiklu, eða gáfnaljósa, eða fegurðardísa, eða glæsimenna, ekki meðal sjónvarpsstjarna né leiðarahöfunda Tlie Guardian (Varðar): upptök hennar urðu meðal þessara ólæsu almúga- manna, sem stóðu manni þarna svo Ijóslifandi fyrir sjónum. Og svo þessi orð, þessi óviðjafnanlegu orð, sem áttu eftir að bergmála og enduróma um allan heim á komandi öldum, °g hggja enn í loftinu þrátt fyrir allt. Að hinir liógværu en ekki liinir hrokafullu eiga að erfa landið. Að vér eigum að elska óvini vora og gera þeim gott, sem hata oss. Að hinir fátæku en ekki liinir ríku séu sælir, og þar fram eftir götunum. Orð, sem stöðugt ásækja oss alla, enda þótt vér skellum við þeim skollaeyrum; liáleitustu orðin, sem nokkru sinni liafa töluð verið. Ein sæluboðin, sem einliverra hluta vegna höfðu ahlrei snortið mig verulega áður, festust í liuga mér og hafa loðað l>ar síðan. Þessi: „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá“. Má ég benda á þetta sæluboð í sambandi við þrætu vora og óánægju. Æðsta þrá mannsins er að líta Guð og liún hefur búið í brjósti göfugustu manna um allar aldir. Að sjá Guð táknar skilning, að kanna leyndardóm allra liluta. Þetta er, eða ætti að vera, höfuðstefnumark háskóla sem þessa, hæði stúdenta og kennaraliðs. Gætið þess að því stefnumarki

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.