Kirkjuritið - 01.01.1969, Blaðsíða 14
8
KIRKJUItlTlÐ
veriNur ekki náð með iniklum og dýrum tláSum, eða jafnvel
með hugsunum, liversu opnar og innblásnar, sem þær kunna
að vera, sannarlega ekki lieldur tilfinningum, livernig, sem
þær eru tilkomnar, eða því sem kallað er framgangur hversu
glæsilegur, sem hann er. Orðin eru dagl jós: „Sælir eru lijarta-
hreinir, því að þeir munu Guð sjá“.
Til þess nú að auka enn á þann afskræmilega skopleik, sem
aðstæður vorar líkjast, gerist það í allri þeirri siðblindu og
í þeim ómannlegu aðförum, sem ég lief minnst hér á, að við
gjalla heimskuliróp, sem boða að hin nýja Jerúsalem sé alveg
á næstu grösum. Mér finnst áþreifanlegt hvað máttur mann-
legrar heimsku er alltaf vanmetinn. Þegar veslings H. G. Wells
gaf loks upp öndina á gamals aldri, eftir að hafa samið Mind
at the End of its Tether (Örþrot mannsliugans), þar sem liann
í sefasýki afneitar öllu, sem hann liefur áður sagt eða skrifað,
taldi ég mér einslega trú um, og sagði við sjálfan mig, að nú
yrði ekki framar minnst á guðmenni á mínum tímum. Ég
fór laglega villur vegar. Ahlarfjórðungi síðar varð Kingsrektor
í Camhridge til að liampa sams konar skoðunum á enn öfga-
fyllri liátt. Löngu eftir mína daga mun vafalaust einhver hahla
því fram í einliverjum eilífum dagskrárlið eins og Any Ques-
lions (Alls kjms spurningar) að ekki þurfi annað en ögn frjáls-
ari fóstureyðingar, eitt skólaár í viðhót og getnaðarvarnarpill-
ur með gjafamjólkinni á morgnana, til j)ess að allt sé í liimna
lagi.
Hvað eigum vér að taka til bragðs í svona óhugnanlegum
æðisgangi? Ég hef aldrei kynnst nokkrum manni, sem öðlast
hefur lífshamingju við auðsæld eða veraldargengi né lioldleg-
an munað, og því síður við eiturlyfja- eða áfengisvímu. Þó
sækjumst vér öll meira og minna eftir þessu eins og auglýsend-
urnir vita manna bezt. Þeir bjóða upp á það með litmyndum
og þrívíddar hljómplötum, og margir gína við agninu. Stjóm-
málamennirnir gylla einnig sviplíka vöru með sameiginlegum
slagorðum og iðulega með óbeinum stuðningi menntamanna
og klerka. Vér vitum það öll með sjálfum oss, liversu þessi
glamuryrði eru hol og ósannfærandi og það í vaxandi
mæli; liið mikla samfélag, fullveðja mankyn, goðumlíkir
menn. Allur jiessi ólýsanlegi söngur heillaspámanna á lirun-
öld. Nútíma listir og bókmenntir eru þann veg vaxnar að jiær