Kirkjuritið - 01.01.1969, Blaðsíða 34
Gunnar Arnason:
Pistlar
GleSilegt ár!
FurSulegt
Tunglferð Bandaríkjamanna er aðdáunarvert undur. Enn einn
vottur þess livers mannsandinn er megnugur, ef lionum er beitt
til þess ítrasta. Hvort heldur til góðs eða ills. Og fyrirboði þess
að liugsanlegt er að við náum óralangt að endingu.
Það kom fram í blöðunum að margir telja ekki orka tví-
mælis að þetta væri merkilegasti og ógleymanlegasti viðburð-
ur síðasta árs.
Slíkt er alltaf háð persónulegu mati og þeim sjónarból, sem
á er staðið.
1 þessu sambandi hvarfla í hug orð Mattliíasar í kvæðinu
um Dettifoss, sem oft er vitnað til:
„Þó af þínum skalla
þessi dynji sjár,
finnst mér meir, ef falla
fáein ungbarnstár.“
Þarna felst óneitanlega líka merkilegt og athugavert sjónar-
mið.
Og ýmsir menn um heim allan liafa á það bent, að ef til
vill Iiefði öllu því fé og liugarorku, sem stórveldin hafa undan-
farið eytt í tilraunir og tækniframfarir í beimim og óbeinum
tengslum við hermálin, verið betur varið til að lina þjáningar
þess helmings mannkynsins, sem þjáist af bungri og öðrum
geigvænlegum skorti.