Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1969, Qupperneq 45

Kirkjuritið - 01.01.1969, Qupperneq 45
GUÐJÓN F. DAVÍÐSSON: Bæn við áramót Liðið ár ég þakka þér þér — sem lífið gafst mér hér, studdir mig er storma her stefndi á brautir mínar. 6, leyf mér taka í líknarhendur þínar. Sólin gyllti fjöllin fríð frjóvgaði döggin grund og hlíð. Sumardýrðin sjafnar blíð signdi brautir mínar. G, leyf mér taka í líknarhendur þínar. Á veturnátta villustig viðsjál girnd er leiddi mig var min ósk að þekkja þig, þarfir sannar mínar. G, leyf mér taka í líknarhendur þínar. Viturt hjarta veittu mér vöxtinn sanna er lífið ber, viðleitnina að vökva hér vaxtarrætur mínar. G, Ieyf mér taka í líknarhendur þínar. Náðartímann þakka ég þér þér — sem ennþá gefur mér. Lífsins brautir lýstu hér leiddu óskir mínar. Ó, Ieyf mér taka í liknarhendur þínar. Ársins nýja óskráð blað er mín störf nú vinna að leyfðu að hjartað letri á það Ijóssins rúnir mínar. C', leyf mér taka í líknarhendur þínar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.