Kirkjuritið


Kirkjuritið - 20.07.1969, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 20.07.1969, Blaðsíða 14
300 KIRKJURITIÐ Kirkjumál á Alþingi Af kirkjumálum á Alþingi segir ekkert. Vonin um, að presta- kallamálið með kristnisjóði yrði tekið þar upp og leitt til lykta rættist ekki. Frumvarpið um veitingu prestsembætta bærði heldur ekki á sér. Fjárveitingar til kirkjunnar stóðu að mestu í stað, og felur það að sjálfsögðu í sér rýrnun á fram- lögum, eins og verðlagsþróun báttar. Gagnstætt öllum vonum og rökum fékkst ekki fjárveiting á fjárlögum til prestsembætt- isins í Kaupmannaböfn. Nú liafa bins vegar þan góðu tíðindi gerzt, að ríkisstjórnin liefur samþykkt að óska þess, að sr. Jónas Gíslason lialdi fyrst um sinn áfrani starfi sínu sem sendiráðs- prestur. Var þetta samþykkt í ríkisstjórn að tillögu kirkju- málaráðberra 6. júní. Verð ég að skoða þetta sem viljayfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar um það, að bún vilji tryggja þessari stöðu framtíð. Er það vel, ]>ví að bann mundi valda oss miklum álitshnekki í Danmörku og óánægju innanlands, ef þetta starf yrði lagt niður. Hjálpin til Nígeríu — Biafra Hér á prestastefnunni í fyrra voru umræður um þær hörmung- ar, sem orðnar voru í Nígeríu, einkum í Biafra-liéruðum- Mæltist ég til þess, að prestar styddu þá fjársöfnun, sem hafin var á vegum Rauða Kross Islands til þess að afla malvæk* lianda sveltandi fólki á styrjaldarsvæðunum, en einnig lýsti ég mig reiðubúinn til þess að annast um að koma framlögum til skila, ef prestar og söfnuðir befðu aðstöðu til að liafa sjálf- stæða fjáröflun. Nágrannakirkjur vorar böfðu þá bundizt sam- tökum um að skipuleggja lijálparstarf í Nígeríu og var mér kunnugt um það. Hins vegar var það von allra, að þessum grimmilega voða slotaði innan fyrirsjáanlegs tíma. Fvrir sam- skotafé frá söfnuðum og einstökum vinum — en mestu munaði í því sambandi söfnunarfé frá prestinum í Bolungarvík og liöfðinglegt framlag frá alþýðumanni, sem vill ekki láta nafr*s síns getið — sendi íslenzka kirkjan dálítið af skreið, sem béðan fór til Nígeríu um leið og skreiðarfarmur, sem hjálpar- samtök Norðurlandakirknanna höfðu keypt hér á landi- Þegar út á leið sumarið í fyrra var síður en svo tekið að rofa til suður þar, heldur fór ástandið bríðversnandi. Þá réðust kirkjunnar menn fyrir ötula forgöngu bjálparsamtaka kirkn-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.