Kirkjuritið


Kirkjuritið - 20.07.1969, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 20.07.1969, Blaðsíða 16
KIRKJURITIÐ 302 liver á sínum slað forgöngumenn, að jafnaði formenn söín- unarnefnda. Árangurinn af þessari landssöfnun, sem lauk a páskum, varð mikill. Alls söfnuðust rúmar 9 millj. króna og eru þá meðtaldar 12 smálestir skreiðar, sem gefnar voru. Mun engin fjársöfnun liér á landi hafa notið eins almennrar þátt- töku og stúðnings. Hér eru ekki fólgnar neinar stórgjafit sterkra fyrirtækja, það var liin almenna þátttaka fjöldans, sein árangurinn gaf. Öilu þessu fé var varið til skreiðarkaupa, þVI ríkisstjórnin tók að sér að greiða óhjákvæmilegan kostnað af söfnunarstarfinu. Þessi íslenzku matvæli eru nú komin í höfn í Sao Toiné, en það sein vantaði á til þess að ferma skip að fullu með íslenzkri skreið keyptu Norðurlandakirkjurnar her. Viðhrögð þjóðarinnar og midirtektir í þessu sambandi, eru þakkar verðar og það er einnig ánægjulegt, að íslenzka kirkj- an gat látið nokkuð til sín taka í þessu ináli, sem bræður vorir í öðrum löndum liafa haft svo giftursamleg afskipti af. En ekki skulum vér miklast af framlagi voru. Það magn skreiðar, sem unnt var að kaupa fyrir þetta söfnunarfé, er ekki miklu meira en magn þeirra matvæla og nauðsynja, sem loftbru kirkjunnar liefur skilað til Biafra á sólarhring til jafnaðar mánuðum saman. Þessi staðreynd gefur liugmynd um, hve stórvaxið þetta lijálparstarf liefur verið. Flughjálp hf. Þeim aðilum, sem liafa getað lyft þvílíku Grettistaki, liefur því ekki vaxið það mjög í augum að stofna lítið flugfélag til þess að kirkjurnar gætu verið sjálfum sér nógar um loftflutu- inga til Iiungursvæðanna í Nígeríu og í öðrum sambærileguDt aðstæðum. Félagið Flughjálp lif. (Aid by Air) var stofnað hér í Reykjavík föstudaginn 18. apríl 1969, en fyrsti fundur stjórn- ar og framkvæmdanefndar félagsins var í Kaupmannahöfn 5. maí og sat ég þann fund, ásamt mínum íslenzku meðstjórn- armönntun, þeim Kristjáni Guðlaugssyni og Jóliannesi Einars- syni. Varamaður í stjórn er Páll Kolka, læknir. Eins og kunnugt er af fréttum er fél,ag þelta stofnað nieð litlu hlutafé, 100,000 kr., og er íslenzka kirkjan skrifuð fyrir 35 þús. kr. Fimm einstaklingar íslenzkir eiga sinn þúsund króna lilut hver, en Loftleiðir lif. eiga 15 þús. kr. lilut. Af-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.