Kirkjuritið


Kirkjuritið - 20.07.1969, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 20.07.1969, Blaðsíða 10
296 KIRKJDRITIÐ Lausn frá embœtti. Tveir prestar hafa að eigin ósk fengið lausn frá embætti: 1. Sr. Þórarinn Þórarinsson, Vatnsendaprestakalli, S.-Þing-i fékk lausn frá 1. nóvember 1968. Hann lauk guðfræðiprófi vorið 1960 og vígðist ári síðar til Vatnsendaprestakalls, þar sem liann var settur frá 1. júlí, en skipaður sóknarprestur í þvJ kalli frá 1. des. 1962. 2. Sr. Sigurður K. G. Sigurðsson, Hveragerðisprestakalli? Árn., fékk lausn frá 1. des. 1968. Hann lauk guðfræðiprófi í janú^av 1964, var skipaður sóknarprestur í Hveragerðispresta- kalli frá 15. október s. á. Vér sendum þessum prestum, sem nú liafa liorfið að öðrum störfum, bróðurlega kveðju og biðjum þeim blesunar um ó- komin ár. Sr. Sigurður Stefánsson, vígslubiskup í Hólastifti forna, liefur sótt um lausn frá vígslubiskupsembætti og er hún veitt frá 1. ágúst n. k. að telja. Hann var skipaður vígslubiskup fra 1. júlí 1959. Það er oss öllum kunnugt, að bann liefur átt við langvarandi og þungbæra vanheilsu að stríða og því hefw kirkjan ekki mátt njóta hæfileika hans sem skyldi bin síðari ár. Vér sendum lionum kveðju og blessunaróskir og vott- um lionum einlægt bróðurþel og þakkir. Nýir prestar. Fimm guðfræðikandidatar liafa tekið prestsvígslu á árinu- 1. Tómas Sveinsson var vígður 30. júní 1968, settur sóknar- prestur í Norðfjarðarprestakalli, S.-Múl., frá 1. júlí. Sr. Tómas er fæddur í Keflavík 18. ág. 1943, sonur hjónanna Jónasínu Tómasdóttur og Sveins Jónssonar, verkstjóra. Haru1 ia*ak stúdentsprófi 1963 og embættisprófi í guðfræði vorið 1968. Hann er ókvæntur. 2. Þórhallur Höskuldsson var vígður 17. nóvember, skipaður sóknarprestur í Möðruvallaklaustursprestakalb, Eyj. frá 1- sama mán. Sr. Þórliallur er fæddur að Skriðu í Hörgárdal 16. nóv- 1942, sonur bjónanna Bjargar Steindórsdóttur og Höskuldar Magnússonar. Hann lauk stúdentsprófi 1962 og embættisprófi í guðfræði haustið 1968. Hann er kvæntur Þóru SteinuniU Gísladóttur frá Siglufirði.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.