Kirkjuritið


Kirkjuritið - 20.07.1969, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 20.07.1969, Blaðsíða 26
312 KIRKJURITIÐ En Nikulás Bucli var beykir á Húsavík, sennilega af norskuni ættum. Hann kvæntist Karen Björnsdóttur Halldórssonar bisk- ups á Hólum. Eru ýmsir merkir menn iit af þeim komnir svo sem Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri og ráðlierra. Yar Guðrún fjórði ættliður frá þeim. Er sagt um Nikulás Bucb, að liann hafi verið mikill dugnaðarmaður og hraust- menni en jafnframt stórbrotinn í skapgerð. Mun að minnsta kosti sumt af afkomendum hans bafa erft þessi ættareinkenni. Og líklega mun Guðrún Oddný bafa verið í þeirra liópi. Hún var afburða dugleg og kjarkmikil, en jafnframt nokkuð skap- stór. Það kom nú algerlega í hennar hlut uppeldi föðurlausa drengsins. Og það blutverk rækti liún með frábærri alúð, fórnfýsi og kærleika. Hún var í eðli sínu sérstaklega barngóð og að sjálfsögðu varð sonur liennar, sem nú var að öllu leyti liennar forsjá falinn, augasteinn hennar og eftirlæti. Sparaði hún ekkert til uppeldis bans, vann sjálf baki brotnu og gekk ýmislegs á mis til þess að framtíð lians yrði sem bezt tryggð. Voru þau mæðginin mest á Akureyri eða þar í grennd á þess- um uppvaxtarárum bans. Gekk séra Stanley í gagnfræðaskól- ann á Akureyri og lauk þaðan prófi 1912. Var liann síðan við barnakennslu á Akureyri liinn næsta vetur. Haustið 1913 hélt liann svo til Reykjavíkur og settist í fjórða bekk menntaskól- ans og lauk stúdentsprófi 27. júní 1916. Þá um haustið fór hann í guðfræðideild liáskólans og lauk þaðan prófi með góð- um vitnisburði 13. febr. 1920. Hafði móðir lians fylgt honum eftir á námsbrautinni, haldið heimili fyrir liann, stutt hann fjárliagslega með vinnu sinni og verið honum ómetanlegur styrkur með dugnaði sínum, atorku og fórnarlund. Séra Stan- ley skildi líka vel hennar mikla frainlag honum til banda, ást- ríki hennar og fórnfýsi og mat það allt að verðleikum. Sýna þau orð, er liann setti á leiði hennar í Breiðabólsstaðarkirkju- garði ljóslega hug lians til liennar, en þessi orð bljóða svo: „Móðir, sem fórnaði sér fyrir barn sitt“. Vígður var liann til Barðsprestakalls í Fljótum 27. júní 1920 og skipaður í embættið næsta vor. Var bann þar prestur i ellefu ár eða til vors 1931 en ]»á var honum veittur 9. mai Breiðabólsstaður í Vesturhópi. Fyrstu prestskaparárin á Barði var móðir bans ráðskona bja honum, en 18. nóv. 1928 kvæntist séra Stanley Guðrúnu Ólafs-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.