Kirkjuritið - 20.07.1969, Blaðsíða 24
KIRKJURITIÐ
310
hún léti þrjú hundruð ára ártíð sr. Hallgríms líða svo, að þvi
verði ekki að fullu lokið. Minnumst í því sambandi, að aðeins
fimm ár eru til stefnu. Lokaatriðið er eftir. — Prestastefna
Islands 1969 lieitir því á stjórn ríkis og kirkju svo og á alla
söfnuði landsins að sýna minningu sálmaskáldsins góða þann
verðugan sóma, að því marki verði náð. Megi íslenzka þjóðm
bera gæfu til þess að svo megi verða.
Samþykkt var að senda Sambandi íslenzkra kristniboðsfél-
aga þessa kveðju:
Prestastefna Islands þakkar fjörutíu ára starf Sambands ís*
lenzkra Kristniboðsfélaga og biður kristniboðinu blessunar
Drottins.
Prestastefnunni barst bréf frá Æskulýðssambandi Islands
svo hljóðandi:
„Sameiginlegur fundur framkvæmdastjórna Herferðar gegn
Hungri og Æskulýðssambands Islands haldinn þriðjudaginn
24. júní þakkar biskupi lierra Sigurbirni Einarssyni umniæh
hans við setningu prestastefnunnar og stuðning lians við bar-
áttu ungs fólks fyrir lierferð gegn hungri.
Yið sendum Prestastefnu Islands óskir okkar um gifturíkt
starf og æskjum góðrar samvinnu í starfinu að hinu sameigin-
lega markmiði: að bægja bungrinu frá dyrum binna sveltandi
meðbræðra okkar á jörðinni.
V irðingarfyllst,
f. li. Herferðar gegn hungri f. h. Æskulýðssambands Islands
Sigurður GuSmundsson
(sign.)
Ólafur Einarsson
(sign.)
Eg læt mér lynda það, sem á dagana drífur, því að eg trúi því, að Guð
viti betur hvað mér hentar en eg sjálfur. — Epitektos
Það er auðveldara að skrifa heimspekirit í tíu bindum, en að framfylgí®
einni meginreglu í verki. — Leo Tolstoj
Lítill lykill getur dugað til að ljúka upp stórri hurð. — Tyrkneskt orStak