Kirkjuritið - 01.06.1977, Page 44

Kirkjuritið - 01.06.1977, Page 44
fer eigin leiöir, leggur til að biskupar verði einungis tveir, annar nyrðra, hinn í Reykjavík. Er satt að segja erfitt að verjast þeim grun, að einhver dulin öfl, og bó mennsk, séu að verki, í hvert sinn er málið kemur að dyrum Alþing- is. Virðist svo sem þeim öflum sé það kappsmál mest, að ekki komi biskup í Skálholt að nýju í náinni framtíð. Nú er hins vegar komið að því, að ekki verður lengur þagað. Það gera prestar sér ljóst og efalaust ýmsir fleiri, og enginn þarf annars að vænta en þetta verði hið mesta hitamál á næstu misserum. Kirkjuþing verður ekki snið- gengið með þessum hætti, né heldur kjósendur kirkjuþingsmanna. Starfsháttanefnd kýs þann kost að gera biskup í Reykjavík að höfuð- biskupi landsins. Nokkur rök eru til þess, en þó ekki einhlít. Virðast nefnd- armenn ætla, að þar sé fundin greiðust leið frá því, sem nú er, til þess, sem verða ætti. Sú röksemd, að auðveldast sé að auka smám saman veg og völd vígslubiskupa, er raunar gömul og fremur auðvelt að fallast á hana. Hins vegar virðist sá ,,dýri“ vandi, sem við er að fást, einungis vera þessi: Annað hvort ein skrifstofa stór, umfangsmikil og dýr, ellegar þrjár fremur smáar og ,,heimilislegar.“ Ekki er einsætt, að síðari kosturinn verði dýrari, en hitt er einsætt, að skrifstofulaus biskup verður eins konar strútfugl. En ekki þarf um það að karpa, að einhver biskupa verður að vera ,,prímas,“ þ. e. a. s. hafa orð fyrir biskupum. Sú vegsemd ætti að duga honum, og vel sýnist hugsanlegt, að biskupar réðu því sjálfir sín í milli, hver hana hlyti hverju sinni. 122 Skálholt Hvers Skálholt á að gjalda hjá þeid1 mönnum, sem ekki mega til þes5 hugsa, að þangað komi biskup, er ráð' gáta. Hin nýja saga staðarins, uppris3 hans og skjótur frami, á röskum tveió1 áratugum er ekki ævintýri eitt, heldur kraftaverk í augum kristins manns. 09 kraftaverk er honum tákn, tákn þesS' að Guð vildi og Guð vill eitthvað. Hvað vill hann? Það mun hann sýna svo, að ekk1 verði um villzt. En Skálholt á sér sög11 og Guð hefur þann hátt á að tala gjar^ í sögunni. Fyrir einum sjö öldum, °9 þó trúlega fyrr, var bókfest, að staða1' land allt með mörgum gæðum öðrufl1, í löndum og lausafé, skyldi eign Ská1' holtskirkju með því ákvæði, að Pa< skyldi ávallt biskupsstóll vera, meðan ísland væri byggt og kristni mætti halð' ast. Á nýrri öld var hafizt handa í Ská1' holti um að snúa guðspjöllum á íslenzk1 móðurmál. Enn síðar orti prestur, seá1 vígður var við altari SkálholtskirkJ^ þessa bæn: ,,Gefðu, að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði um landið hér til heiðurs Þ®1' helzt mun það blessun valda, meðan þfn náð lætur vort láð lýði og byggðum ha!da.“ Sama skáld sendi að beði dauðvo^ vinar í Skálholti þessa játning: ,,Ég ve„ minn Ijúfur lifir lausnarinn hirnnum a; — ,,Ég lifi I Jesú nafni, I Jesú nafni e dey.“ Og á steini I kjallara SKálhdts

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.