Kirkjuritið - 01.06.1977, Side 64
vorum aðstæðum. Hliðstæður eru
greinilegar þrátt fyrir ýmsar breyt-
ingar.
Margt af því, sem nú hefur verið
rakið, hefur gefið góða raun, þ. e. náð
þeim tilgangi, sem til var ætlazt. Sumt
hefur ekki verið notað nema á ein-
staka stað og enn annað ekki að stað-
aldri. En ýmislegt hefur úrkynjast
þannig, að það hefur hætt að þjóna
að mestu því höfuðmarkmiði, sem því
var í upphafi ætlað. Það hefur m. ö. o.
glatað að mestu tengslum sínum við
drottin kirkjunnar. Til er það einnig,
að starfsemin hefur aldrei náð tilgangi
sínum, nema að mjög takmörkuðu
leyti. Til þess geta legið ýmsar ástæð-
ur, sem ekki verða raktar hér, nema
tvær. Annars vegar mun ástæðan vera
sú, að menn hafa ekki horfzt í augu
við aðstæðurnar, lögmál verlaldarinn-
ar, hugsunarhátt hennar og neyð. Hins
vegar er ástæðan sú, að mönnum hef-
ur ekki verið Ijóst, hvað kirkjan er í
raun og veru, hvaða hlutverki henni
er ætlað að gegna. Þetta fer oft sam-
an. Hin nýja kirkjulega starfsemi gefur
í fyrra tilfellinu ekki raunhæft svar við
aðstæðunum, af því að hún hefur ekki
viðurkennt þær og mætir þar af leið-
andi ekki fólkinu, þar sem það stendur
í andlegum efnum, félagslegu tilliti eða
landfræðilegu, heldur reynir að finna
það, þar sem menn vildu að það væri.
Þannig verður söfnuðurinn, þ. e. sá
hluti hans, sem telur sig ábyrgan, lítil
innilokuð klíka. Þar með er útilokað,
að erindinu, sem söfnuðinum hefur
verið trúað fyrir af drottni sínum, verði
skilað. í síðara tilfellinu flytur hin
kirkjulega starfsemi ekki raunverulegt
kall Guðs til mannanna eða svar hans
142
við neyð þeirra, þótt hún geti verið
mjög fullkomin í allri starfstækni fá'
lagsstarfsemi nútímans. Það er til, að
hin kirkjulega starfsemi finni tilganð
sinn í sjálfri sér, verði svo upptekin
af sjálfri sér, að hún gleymi þjónusW'
hlutverkinu í þágu Guðs mönnum
hjálpræðis og verði aðeins mannð'
fóstur við hlið annarrar almennrar
félagsstarfsemi nútímans (sbr KatÞ'
leen Bliss í Signs of Renewal, bls-
5). Það, sem hér hefur verið sað1,
vekur þegar spurninguna: Hvað e<
kirkja og kirkjulegt?
II. Hvað er kirkja og kirkjulegt?
Vér viljum nú leitast við að svars
þessum spurningum, en fyrst vekj3
athygli á rótgrónum misskilningi.
Það er ekki til nein algild starfsað'
ferð, sem leysir vandamál kirkjunnar
á íslandi í dag. Það liggur í eðli málsj
ins. Hvorki kirkjan né viðfangselrl
hennar eru ópersónulegt ástand
múgur, sem nóg er að beita tækni
mætti áróðurs eða valdi hins félað5
lega embættis að hætti þjóðhöfðinði3
og stjórnmálamanna. Hvort tveg91"
eru mikilvægir þættir, sem taka verðar
tillit til í þjóðfélagi nútímans, en Þe"
einir leiða ekki til þess, sem á ma
Nýja testamentisins kallast kristin
kirkja.
Vér lifum á tímum félaga, samtak3
og flokka, sem búayfir mikilli áróðare
tækni og valdi hennar, mætti samta
anna og peninganna og menn |a.g
kenna á valdi sínu. Þessir hafa
oð
við af einræðisherrum fyrri alda
aðli þeirra. Á öllum öldum hefur by90
t