Muninn - 01.05.1986, Blaðsíða 12
Eftir miðnætti
"Vegir Guðs eru órannsakan-
legir, elskan."
"Vegir Guðs eru órannsakan-
legir", hermdi dóttirin eftir
meo rödd gamalmennis. Svo kom
óbolinmæði í róminn. "Mamma, bú
ert eins og gömul amma. Hvernig
geturðu trúað svona bulli? f>ú
sem ert svo frjálslynd og opin,
en föst í einhverjum gömlum,
úreltum bókstaf."
"Jesús Kristur var einn
frjálslyndasti rnaður allra
tíma!"
Utan við sig:"Ha?" Svo:"Hvað
meinarðu?"
"Jú, hann umgekkst konur,
sjúka, syndara og aðra sem voru
dæmdir af Scimfélaginu, eins og
jafningja. Þú getur rétt írnynd-
að þér hvao hann braut upp mik-
ið af gömium kreddum. Og bað
var erfitt fyrir hann. Þó hann
sé guðlegur, var hann hér sem
maður."
"Það getur svo sem vel ver-
ið, að hann hafið verið ágætur
á sínum tíma. En hvaða börf er
fyrir hann núna? Öll bessi gam-
aldags boð og bönn!"
"Astin min, horfðu í kringum
big! Þar sem mannréttindi eru
hrotin kemur kirkjan til hjálp-
ar, samkvaamt þvi sem Kristur
boðaði. Aðalinnihald kristin-
dómsins er ekki boð og bönn,
heldur kærleikur, kærleikur og
aftur kærleikur! lestu Ribliuna
með neikvæðum huga, sem leitar
að setningum sem ekki sýna kær-
leika? Fdblian er til að lesa
með jákvæðum huga sem sér bað
fallega og góða sem Biblían
segir. Ekki til að trúa eftir
bókstöfum heldur lesa kærleik-
ann út úr textunum".
"Fr þá Biblían aðeins fyrir
spekinga sem geta lesið út úr
gátum hennar?"
"Nei, hana geta allir lesið
og fengið gott út úr því. Boð-
skapur Biblíunnar er svo ein-
faldur að hann hefur lifað í
tvö þúsund ár án aðstoðar
fræðimanna".
"ffii, mamma, þú hefur oftast
svör á reiðum höndum, en ef
maður pælir I þessu er þetta
fáránlegt".
"Einmitt ekki. Mér skilst að
nú sé í tí.sku hjá ungu fólki að
fvrirlíta trúarbrögð, og þá
helst þau sem þeim eru kennd.
Er það ekki það sem mótar við-
horf þin? ftg held einmitt að þú
hafir ekki "pælt" í kristin-
dómnum sem skyldi. Þú afneitar
Jesú án þess að þekkja hann
nema lítiLlega, og án þess að
gefa honum tækifæri. Svaraðu
mér í hreinskilni. -Hef ég rétt
fvrir mér?"
"Nei, auðvitað hef ég pælt
sjálfstætt". Svo hikaði hún
hugsi. "Eða...æi, ég hef svosem
ekkert pælt almennilega. Rætt
má]in við vini mína, en þau eru
öll með fordóma qeqn kristin-
dómnum, svo ég læri lítiö á
því. Ja, eiginlega... Jú mamma,
þú hefur rétt fyrir þér. En,
æi, þetta er allt svo flókið...
Muninn 12