Muninn

Årgang

Muninn - 01.05.1986, Side 22

Muninn - 01.05.1986, Side 22
Agrip af sögu Queen Hljómsveit er nefnd Oueen. Hana ættu flestir gæjar og gellur a5 kannast við, þó sér i lagi gellur vegna hinnar freistandi bringmottu söngvar- ans en hugsunin um hana hefur oft yljað margri námsmeyjunni um hjartarætur. Oueen er bresk hljómsveit, stofnuð í júlí 1972. Stofnendur eru gítarleikari hljómsveitar- innar, Brian May, og svo tromm- uleikarinn, Roger Meddows Taylor. Þeir tveir voru áður í hljómsveit sem SMILR hét og starfaði á árunum 1967-1969, við minni undirtektir en gengur og gerist hjá fratgrúppum. Tim Staffel hét sá sem söng og spilaði á bassa með Brian og Roger en sagði skilið við bá begar lítil plata sem beir gáfu út í lok '69 var varla keypt af neinum nema foreldrum og frænd- systkinum. Eftir bennan gífur- lega frama á tónlistarbrautinni sneri Brian, sem hafði lokið námi í stjörnufræði, sér að kennslu en Roger fór að hand- fjatla föt frá Viktoríutímabil- inu á Kensington sölutorginu víðfræga með háskólapróf í lif- fræði upp á vasann. í gegn um sölustarfsemi bessa kynntist Roger furðufígúrunni Freddie Mercury. Sá náungi fór ekki með veggjum nema þá í símaklefa, klæddi sig áberandi og samdi tónlist. Hann talaði mikið við Roger og t.a.m. sagði hann hon- um frá áætlun sem hann hafði gert um rekstur atvinnuhljóm- sveitar. Roger sagði Brian frá skrýtna stráknum og áformum hans. Eftir nokkurn undirbúning byrjuðu beir æfingar í júlí 1971, pegar John Richard Deacon, bassaleikari, hafði gengið til liðs við félagana. Á frumstiginu hét hljóm- sveitin White Oueen og hennar fyrsta boðorð var að hundsa gömlu stessformúluna og spila ekki á knæpum og búllum innan um bilaða brjálæðinga, upprenn- andi hryðjuverkamenn (Gadd- afis?) og aðra ómaga. Æfingar gengu vel og fór Oueen í sína fyrstu hljómleikaferð síðari hluta árs 1971 sem upphitunar- hljómsveit fyrir "Mott the Hoople" sem var nokkuð vinsæl þá. Fyrir Queen var petta sig- urför bví allir sem gagnrýndu voru sammála um að Queen væri mun betri hljómsveit. Fyrsta tækifærið kom snemma árs 1973. Queen var pá boðið af "Trident Muninn 22

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.