Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1986, Síða 29

Muninn - 01.05.1986, Síða 29
tveimur og stóra, slá taktinn með stóru tánni - og enginn tekur eftir þvi. Heyrt hef ég um mann sem lét sér nægja að hnykla magavöðvana i takt við tónfallið og honum leið vel. Annars fer djassgeggjurum ekki vel penpiuskapur. Djass er lifandi, ekkert leynimakk. En djass er meira en hegðun- armynstur. Við megum ekki gleyma tónlistinni, rótinni alls. Hér fyrir tveimur áratugum var Ingimar Eydal að spila djass í setustofunni, eins og hann gerði einu sinni á ári og tók með sér góða drengi úr Ak- ureyrarbæ. Hann var beðinn að útskýra snöggvast hvað djass væri. "Það er einfalt mál"f sagði hann. "Það er þegar mað- ur spilar eins og hægri hendin viti ekki hvað sú vinstri ger- ir, en veit það samt." Það er ekki vist að ástæða sé til að skýra þetta neitt frekar. Þó er rétt að geta pess að hér er átt við að i djassi eru brotnar hefðir um klassiskan samhljóm, djassinn getur pannig hrært saman dúrum og mollum eins og ekkert séf litað og skreytt hljóma i pað óendanlega. Hér er meðal annars átt við bláu nótumar svonefndu semf eins og Jón Múli segir: ...lita alla djassmúsik og raunar alla al- pýðumúsik bandariskra negra." (bls. 9) Og hér erum við rétt hjá kjarna málsins. Djassinn á rætur að rekja inn i dýpstu Afrikuskóga. Þar er uppruni djasstónstigans, par sem þriðji og sjöundi tónn eru lækkaðir mismikið og þess vegna er djasshljómur öðruvisi en klass- iskur. Þar er líka rótin að Muninn 29

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.