Muninn

Volume

Muninn - 01.05.1986, Page 41

Muninn - 01.05.1986, Page 41
þeir gætu átt von á þvi að verða vikið úr skóla. Og seinni hluta vetrar kynnti ég þetta ráðherrabréf nemendum efsta „Nemendur komu drukk- nir seinasta kennsludag" bekkjar á Sal. Og það varð mik- ill urgur í mönnum út af þessu. Þetta var alveg nýtt af nál- inni, að menn kæmu drukknir í skólann. Þetta hafði ekki tíðk- ast í mörg ár. En mönnum fannst sumum hverjum að þarna væri verið að ganga á einhvern svo- kallaðan persónulegan rétt þeirra. En skóli er nú meira en nemendur, meira en nemendur sem eru að ljúka prófi hverju sinni. Ég lagði það því fyrir þennan fund á Sal að þeir yrðu að lúta þessum reglum, ellegar þá að Dimissio yrði felld nið- ur. Um þetta voru greidd at- kvæði. Nemendur i efsta bekk voru um 120 talsins og þeir greiddu sem sagt atkvæði um það, hvort þeir ætluðu að halda Dimissio og hlýða reglum, eða þá að Ðimissio yrði felld nið- ur. Þetta var náttúrulega dá- litið sárt, Dimissio var gömul hefð, gömul venja, að nemendur kveddu virðulega skólann sinn, og ég vildi því ógjarna fella hana niður. En ég vildi á hinn bóginn hafa dimissio með setn- ingi og þegar til atkvæða var gengið, var þetta samþykkt með mjög naumum meirihluta. Lengi voru nemendur minnihlutans ósáttir við þennan úrskurð, við þessi málalok, en Dimissio fór allvel fram, vandræðalaust, og ég vona að margir þessara nem- enda, sem þarna voru, sjái þetta í öðru ljósi nú 15 árum seinna. íluninn 41

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.