Muninn

Volume

Muninn - 01.05.1986, Page 43

Muninn - 01.05.1986, Page 43
Er MA góður skóli? Þetta er spurning sem við höfum líklega flest velt fyrir okkur og sjálfsagt komist að mismunandi niöurstöðu. Sumir kunna því að hafa svör á reiðum höndum en hinir eru ef til vill fleiri sem ekki geta fullyrt neitt í þessu efni, sumpart vegna þess að til þess þarf helst hvort tveggja heimildir og samanburð. Mun- inn ákvað að beina hvössum augum sínum að þessu efni. Til liðs við sig fékk hann "Velfara" og Sverri Pál, sem sömdu um efnið svolitla pistla byggða á reynslu og nokkurra ára yfirsýn. Síðan voru nokkrir nemendur og Kristján Kristjánsson fengnir til að fjalla um málið með hliðsjón af þessum greinum og hér kemur þetta svo allt. Muninn vonar að þessi umfjöllun geti opnað augu einhverra og þeim verði léttara um svar næst Muninn náði sairbandi við einn fyrrverandi nemanda M.A. sem hvarf frá námi héðan fyrir nokkrum árum og lauk stúdents- prðfi i hreinum áfangakerfis- skóla. Hann æskir þess að láta kalla sig "Velfara" og hafði eftirfarandi til málanna að leggja: "VELFARI": Það varð mér andleg endur- nýjun og sálubót að komast úr hinum staðnaða, hefðarfreðna M.A. i friskandi andrúmsloft stofnunar af þvi tagi sem kenn- arar hjá ykkur kalla i drýldni sinni "hjarðskóla". Bg hafði lokið grunnskóla- prófi i litlum sveitaskóla þar sem kennararnir litu á sig sem jafningja nemenda og vini; og þar sem meira var lagt upp úr uppeldi en itroðslu, meira upp þegar spurningin leitar á. O úr samhjálp en samkeppni. Kenn- ararnir voru lika flestir ungir (af '68-kynslóðinni) og þjóð- félagslega meðvitaðir. Þarna var lifað og leikið sér i ein- ingu andans og bandi friðarins. Fyrstu dagana i M.A. var ég sem steini lostinn, fannst ég hafa horfið margar aldir aftur i timann og óaði við þvi ef allt framhaldsnám væri þessu Muninn 43

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.