Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1986, Síða 44

Muninn - 01.05.1986, Síða 44
marki brennt. Kennararnir voru furðulegt samsafn af dreissugum sperrileggjum og hældregnum nátttröllum er strax tóku aS hræða nemendur með væntanlegum prófum og einkunnum, útmálandi fallprósentur faga sinna af óblandinni nautn. AS þeim dytti í hug að umgangast okkur eins og viti bornar manneskjur (hvað þá jafningja) var af og frá. Allt var síðan á þessa sömu bók lært, kamslan þurr og hug- myndasnauð, framkoman yfirlæt- isfull og sérviskuleg, kerfið rotið og stirðbusalegt (enda njörvað niður í þrúgandi bekkj- arsamfélög, hvert með sinn valdapýramida), hefðimar úr- eltar og volgurslegar (alls kyns söngsalir og fleðulæti gagnvart toppunum). Það barg, eins og áður sagöi, sálarheill minni að losna úr þessum frerafjötrum og komast í annan skóla, opinn áfangaskóla, er minnti mest á gamla sveitaskólann heima. Þar fann ég sjálfan mig, þar tókst ég á við þroskandi, krefjandi og sveigjanlegt nám þar sem kennararnir voru hugulsamir leiðbeinendur, ekki herforingj- ar eða hirðfífl, nemendurnir sjálfráða verkamenn, ekki tá- sleikjur. Bg man að kennararnir i M.A. voru alltaf að guma af ein- hverjum könnunum sem áttu að sýna að nemendur þaðan stæðu sig betur i Háskóla íslands heldur en aörir. Varist villu- rök þeirral í fyrsta lagi hefur M.A. getað leyft sér, vegna þess góða orðs sem ómaklega hefur af honum farið, að "velja" nemendur af góðum heim- ilum og góðum ættum inn i skól- ann, nemendur sem voru likleg- ir, vegna stéttarhagsmuna og auðsveipni, að þrifast vel inn- an stofnunarinnar. í öðru lagi er H.í. á sama fornaldarstiginu (það sá ég eftir að ég hóf nám i Danmörku) og þvi ekki að undra að sams konar slefa gangi vel i uppglennta kjafta M.A.- inganna þar. M.A. er einmitt tilvalin uppeldisstofnun fyrir hugdettulaus dyndilmenni og ómerkinga sem flestir raða sér á rikisjötuna að námi loknu og jórtra þar, án hugdreifingar, til æviloka. Ef ykkur er annt um sjálf- stæða, frjóa hugsun forðist þá M.A. (og álika fornaldarbæli) eins og heitan eldinn! Naflaskoðun f'argt. er þœgilegra en að vera st.illt upp vic vegg og skipao að skoða á sér naf]ann. Slik hlýtur staða min að vera þegar ritstjóri biður mig að segja skoðun mína á Menntaskól- anum á Akureyri i samanburði við aðra skóla. Erfitt er að drega upp hlutlausa mynd, til þess skortir nægar kannanir og sannanir. Viö það bætist að hverjum þykir sinn fugl feg- Muninn 44

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.