Jörð - 01.09.1932, Síða 40
38
í GAMLA DAGA
[Jörð
að þeir í Byggðarholti sæju ekki vel til hennar. En
hann vildi ]?að að engu hafa; kvaðst ég þá myndi koma
og týgjaði mig í snatri og var kominn kl. 1 að Vola-
seli. Þegar hreppstjóri sér mig, spyr hann mig hvað ég
sé nú að fara. Ég segi honum ummæli bónda; hann
verður fár við og segir: ,,Áin er jafn ófær nú og í
gær. Því sagðh-ðu honum ekki að sækja þig hingað“.
Gengur hann síðan upp á hæð í túninu, stendur þar
góða stund og skimar austur yfir ána. Kemur svo
heim og segir: „Ef þú villt Ieggja þig og hestinn í
ána, skal ég reyna að koma þér yfir“. Þó ég væri
kominn fast að sextugu, vildi ég ekki hopa og kvaðst
vilja fara. Leggjum við síðan af stað, en að segja ná-
kvæmlega frá þeirri yfirferð í einstökum atriðum, get
ég ekki; en kl. 8 um kvöldið komum við að bænum
illa verkaðir og hestarnir ekki síður. Bregð ég því
við hvílík kempa Jón hreppstjóri var, að brjótast á-
fram upp og ofan eftir ánni. Stundum vorum við svo
að segja á kafi og stundum riðum við í beljandi vatni
í kvið ofan á ísnum, sem oft var ótraustur. En fyrir
útsjón Jóns tókst okkur að koma okkur og hestunum
lifandi austur yfir.
Köld var kveðja hreppstjóra er bóndinn kom út
og sagði: „Seint koma sælir“. I-Ireppstjóri kvað það
máske vera skyldu sína að drepa sjálfan sig fyrir
hann, en varla væri það skylda sín að drepa sóknar-
prestinn. Varð svo glens úr öllu. Þáðum við góðann
beina hjá bónda og vorum ]?ar í yfirlæti um nóttina.
Daginn eftir var jarðað á Stafafelli og var öllu
hraðað sem hægt var, því nú var mikið farið að rigna,
en við Jón vildum komast vestur yfir ána, sém nú óx
hröðum skrefum. Léði Sigurður á Stafafelli okkur Jón
vinnumann sinn til fylgdar, því nú var haldið „inn á
aura“; þar hafði áin rutt sig. Var hún þar í mörgum
álum milli skara, með jakaburði, og var íllt að varast
það, að jakarnir rækjust á hestana, þeir sem stórir
voru. Klaklaust komumst við yfir og fylgdi Jón okkur
yfir Laxá, sem rennur í Jökulsá. Var þá farið að dimma