Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 41
í GAMLA DAGA
39
Jörð]
er við skildum og' lofaði Jón okkur því, að leggja ekki
í ána í myrkrinu, heldur gista í Þórisdal. Gisti ég í
Volaseli og komst svo heim daginn eftir, eftir fimm
daga ferðalag við þessa jarðarför.
Um kvöldið um átta leytið er hringt til mín frá
Byggðarholti; er það Sigurður á Stafafelli að spyrja
hvort ég sé kominn heim og hvað hefði orðið af Jóni
vinnumanni sínum; hann væri ekki kominn. Mér brá
illa og sagði honum hvert hann hefði fylgt okkur og
þar með, að hann hefði lofað að leggja ekki í ána i
myrkrinu, heldur gista í Dal. Reyndist það, sem betur
fór, svo, að Jón gisti í Dal, því þennan dag allan var áin
ófær. Degi þar eftir minnir mig að Jón kæmist heim.
SlMALÍNAN liggur um kálgarðinn í Volaseli.
Ekki hafði fengist að fá símann þar inn er hann var
lagður; sýndist þó full þörf á því að hafa eftirlitsstöð
þar vegna viðgerða sírnans allt fram á Almannaskarð
frá Byggðarholti, er yfir ána var að sækja. Svo líka
vegma umferðar manna austan og vestan, til að geta
spurt um ána frá báðum hliðum, því hún flæmist sitt
á hvað yfir þetta 5 km. svæði. Þeir í Byggðarholti vita
ekki um hana þegar hún liggur hjá Volaseli og sama
er fyrir þá sem að vestan koma, að þeir frétta ekki
í Volaseli um ána, þegar hún liggur austur undir
Byggðarholti. Skrifaði ég nú biskupi um þessa síðustu
ferð mína og hve bagalegt það væri fyrir Bjarnarnes-
prest að geta ekki vitað um ána, síðan þessi þrifa-
lega sameining varð, að gjöra Stafafell að útkirkju frá
Bjarnarnesi. Væri það æði hart að vera búinn að ríða
í 3 kl.tíma að Volaseli í misjöfnu veðri og færð og fá
svo framan í sig þar að áin væri ófær. Snerist hann
vel við þessu bréfi mínu og fékk því áorkað við For-
berg sál., að eftirlitsstöð var sett í Volasel, og munu
allir viðurkenna, að slíkt var nauðsynlegt, og trú mín
er það, að stöðin verði þaðan aldrei tekin.
Oft hefi ég fengið skolp í Jökulsá, bæði einn og
með öðrum, en aldrei slíkt sem þetta, sem hér er sagt