Jörð - 01.09.1932, Side 158
TIDÆGRA
[Jörð
15«
hennar var farinn, látið sækja sér banvænar eiturjurtir
og rætur, sem hún sauð saman og tók seyðið af, til þess
að ekki skyldi standa á ólyfjaninni, ef að það kæmi fram,
er hún óttaðist. Þegar því þjónninn kom með gjöf jarls-
ins og orðsendingu, þá tók hún við bikarnum og opnaði
hann án þess að láta sér bregða. Og þegar hún sá hjartað
og heyrði orðsendinguna, þá var hún ekki í vafa um, að
þar var hjarta Guiscardós. Hóf hún þá upp augu sín frá
bikarnum, leit á þjóninn og mælti: „Sannarlega hefir fað-
ir minn farið rétt að ráði sínu; því gullin gröf hæfir svo
göfugu hjarta“. Og er hún hafði borið það upp að vörum
sér og þrýst á það kossi, tók hún aítur til máls og mælti:
„Ávalt og í öliu, allt fram til þessarar síðustu stundar
æfi minnar, hefir faðir minn verið mér ástríkur; en aldrei
liefir viðkvæmni hans gagnvart mér komið jafnljóst fram
sem í dag, og bið ég yður því, að færa honum síðustu
þakkir mínar fyrir hina ljúfu gjöf, er hann hefir sent
mér“. Renndi hún þá aftur augum á bikarinn, horfði á
hjartað og mælti: „Æ, þú ljúfa, unaðsfulla uppspretta
allrar minnar gleði. Bölvuð veri grimmd hans, sem nú
lætur mig skoða þig líkamlegum augum; mig, sern ekki
átti aora ósk heitari en þá, að hafa þig ávalt fyrir sálar-
sjónurn mínum. Nú hefir þú endað skeiðið, náð því marki,
er allir stefna að. Armæða heimsins nær nú ekki lengur
til þín, og sjálfur fjandmaður þinn iiefir látið þig í þá
gröf, sem þú áttir skilið. Ekkert vantar nú i, að útförin
sé fullkomin, nema tárin hennar, sem þú unnir svo heitt.
Og til þess að ekki standi á þeim heldur, hefir faðir minn
hinn miskunnarlausi orðið til þess að senda þig hingað
-----og sjá, þig skal ekki bresta tárin, enda þótt ég hefði
áður einsett mér að deyja þurrum augum án þess að láta
mér bregða. Þú skalt fá þau og sál mín skal tafarlaust
flýta sér til þín; föruneyti hvers skyldi ég svo sem frem-
ur kjósa til ókunna landsins? Ég er sannfærð um, að sál-
in er enn þá tengd við þig og horfir nú á vettvang gleði-
funda okkar, eins og ég er þess líka fullviss, að hún elsk-
ar mig ennþá og bíður þess í þrá að sameinast minni,
sem elskar hana heitar en nokkuð annað á jarðríki“. Að