Jörð - 01.08.1942, Side 37

Jörð - 01.08.1942, Side 37
í GAMLA DAGA Guðmundur Eggerz: Breiðafjarðarheimili fyrir 50 árum > Frli. ISKÍRNI 1919 skrifar vinur minn, Sigurður Guðmunds- son skólameistari, um Jón Thoroddsen og segir afdrátl- arlaust og svo ákveðið, að hver skilur, að Friðrik Eggerz liafi verið nákvæm fyrirmynd Sigvalda prests í „Manni og' konu“- , Ummæli lians að þessu lútandi vil ég leyfa mér að taka hér l‘PP, en áður vil ég þó taka fram um afa minn það, er nú skal greina: I • Það er kunnugt, að hatursmenn afa míns fengu Gísla Iíonráðsson til að skrifa þvætting og skammir um þá feðga, síra Eggert á Ballará og sira Friðrik. Þó segir Gísli þetta um útför langafa míns: „Mun vart á síðari öldum stórmannlegar verið að gengið en að erfi þessu. Stóð fyrir því síra Friðrik, sonur sira Eggerts.“ -• Sighvatur Grimsson Borgfirðingur, sem skrifar greinina i Sunnanfara, tekur fram um afa minn, eins og ég hef áður til vitnað: „Hann var gáfumaður mikill og afarfróð- u r að fornu og nýju, einkum í sögu íslands, lögum og réttarfari.“ I handritaskrá Landshókasafsins er fjöldi handrita eftir afa minn og um eill þeirra stendur svo í Þjóðvinafélags- ahnanakinu frá 1932: „Bók mikil, 956 þéttskrifaðar blað- síður, og varðveitt nú í handritasafni Landsbókasafns- ins nr. 2005, 4to. Gyllt á kjöl.“ Tekið er þar fram, að öll handrit afa mins séu með afbrigðum falleg að skrift og írágangi. Enn skal ég taka fram í þessu sambandi, að ég dvaldi sumarið 1898 í Reykjavík, og afhenti föðursvstir mín, kona Jóns Péturssonar hávfirdómara mér þá stóra eikarkistu járnbenta, með þeim ummælum, að afi minn befði ánafnað mér hana. Kistan var troðfull af hréfa- JÓRÐ 103

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.