Jörð - 01.08.1942, Page 48

Jörð - 01.08.1942, Page 48
Frú X: Á KVENNAÞINGI RABARBARI TV"T Ú FER aö verða hver seinastur, að draga aö sér rabarbara lil vetrarins. Algengt er aö geyma rabarbara á flöskum, þánnig, að hann er skorinn í smábita, látinn á flöskurnar, og þær svo fylltar af vatni. En þetta er seinleg aöferð, bæði að troöa l)itun- um j flöskurnar, og þá ekki síður að ná þeim úr aftur. Fljótlegra er að sjóða rabarbarabitana í örlitlu vatni, þangáð til þeir eru koinnir í mauk. Þá má hella maukinu úr könnu í flösk- urnar. (iellophan-pappír er svo bundinn yfir stútinn. Þetta mauk geymist ágætlega, þó að enginn sykur sé í því, og er fyrirtak í grauta, blandað sætri bláberjasaft. En þó að við hugsum um vetrarforðann, megum við ekki gleyma að nota rabarbarann i daglegar máltiðir. En það er bara, að sykur- skammturinn endist ilia, af þvi ekki er fljótlegt að venja fólk af að hrúga sykri út á rabarbaragraut. Hér fara á eftir 2 uppskriftir, þar sem húsmóðirin getur sjálf ráðið sykureyðslunni. Rabarbarakaka. 'pwEIGlÐ: T4 kg. hveiti, Vt kg. smjörl., Vi peli rjómi, VA tesk. lyftiduft. Þessu er hnoðað saman, flatt út nokkuð þykkt, skor- ið undan stórum diski eða fati eftir því, hvað kakan á að vera stór. Bakað í vel heitum öfni. Rabarbarinn er skorinn í bita og soðlnn í sykurlegi, þar til er bitarnir eru meyrir, en þess gætt, að suðan sé hæg, svo að þeir fari ekki í sundur, og ekki látið nema litið af þeim ofan í pottinn í einu. Þegar rabarbarinn er soðinn, er sykurlögurinn jafnaður með ofurlitlu kartöflu- eða sagómjöli; það má ekki vera svo mikið af honum, að bitarnir fljóti. Hvað mikinn sykur þarf, fer eftir því, hvað rabarbarinn er súr og safamikill; í vínrabarbara þarf minni sykur en aðrar súrari tegundir. Skreytt með þeyttum rjóma. —- Þetta sama deig er lika fyrirtak í smákökur; t. d. búa til úr því hringi, sem eru penslaðir með eggjahvitu eða rjómablandi og dyf- ið í sykur og möndlur eða kókósmjöl; þó eru þeir ennþá betri, sé þeim dyfið í rifinn ost; bezt, að hann sé orðinn dálítið garnall. Niðursoðinn rabarbari. í MÓTI hverju kg. af niðurskormun rabarbara, þarf V± kg. syk- ur og V± líter af vatni. Siðan er lokið látið á, en gæta verður þess vandlega, að enginn 174 jörð

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.