Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 9
Preslafélagsriiið.
Skyggið ekki á.
5
særi aðra. En mér finst, að við þetta tækifæri megi varla
þegja um mál, sem er eins mikilvægt og þetta og snertir svo
mjög alla aðferð við boðun kristindómsins. — Trúarreynsla
manna er æði margbreytt. En við þurfum að reyna að skilja
hver annan og taka tillit hver til annars.
Eg var svo ólánsamur, að þær bækur, sem mér voru fengn-
ar í hendur til þess að læra af kristin fræði meðan ég var
á barnsaldri og á öllum skólaárum mínum, þær gerðu mér
lítið annað en að skyggja á ]esú Krist, og þar með á dýrð
Quðs og gæsku. Eg veit ekki hvað því hlífði, að þær gerðu
mig ekki fyrir fult og alt fráhverfan kristindóminum, — og
veit það þó. ]á, ég veit hvað þá hlífði og hvað hjálpaði. Text-
inn rifjar það upp fyrir mér. — Ég er einn af þessum litlu
mönnum, sem langaði til að sjá ]esú, en átti erfitt með það,
af því að aðrir, mér stærri menn, skygðu á, menn, sem ég
leit upp til með virðingu, og hafði engin ráð til að komast
svo hátt, að ég sæi yfir höfuð þeim. Og þeir höfðu reist í
kringum ]esú heila skjaldborg af setningum og kenningum,
sem ég botnaði ekkert í og gat ekki séð í gegnum. En það
sem ég gat ekki, það gerði hann, Drottinn ]esús sjálfur, með
sínum heita kærleika og sínu sterka aðdráttarafli. Þó að ég
sæi hann ekki nema eins og í þoku og gegnum hjúp, þá sá
hann löngun mína. Og hann rauf mannhringinn, braut niður
skjaldborgina, kom á móti mér og bauð mér leiðsögu sína.
Það var hjálpin.
(Lof og þakkir séu þér, Drottinn minn, fyrir þá ómetanlegu
velgerð!)
Ég ætti ef til vill að biðja afsökunar á því að vera að tala
um sjálfan mig í þessu sambandi, og það við söfnuð, sem mér
er jafnlítið kunnugur og þessi sem hér kemur saman. Ég veit
að mín reynsla væri þessu fólki einskis virði, ef ég væri emn
um hana. En það er sannfæring mín, að þeir séu margir, er
reynt hafa það sama, sem ég hér hef minzt á, sama farar-
tálmann á veginum til Krists og Guðs, á þroskabrautinni til
andlegs frelsis Guðs barna.
Mér finst ég sjái enn sömu sjónina, sem brugðið er upp