Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 59
Prestafélagaritið.
SADHU SUNDAR SINGH.
Eftir séra Hálfdan Helgason.
Saga heiðingjatrúboðsins er saga píslarvættisins. Frá því er
trúarhetjan mikla, Páll postuli, hóf kristniboðsstarfsemi sína
meðal heiðingja og alt til vorra daga, hefir trúboðsakurinn
verið sannkallaður blóðakur, þar sem streymt hefir blóð
margra ágætustu manna kristinnar kirkju. Vér Evrópumenn,
er heima sitjum, getum vart gert oss í hugarlund, hvílíkt
starf heiðingjatrúboðans er. Það veit sá einn til fulls, er
sjálfur hefir orðið að glíma við þau ógnaöfl, sem hvervetna
sitja um trúboðann og reyna að eyða og deyða fyrst hann
sjálfan, bæði andlega og líkamlega, og því næst sérhvern ávöxt
iðju hans og starfsemi. Hatur, heift og fyrirlitning, vonbrigði,
örvænting, ógurlegar ofsóknir og pintingar, sem ekki verður
með orðum lýst — þetta var hlutskifti frumtrúboðans mikla
og þetta er hlutskifti heiðingjatrúboðanna enn þann dag í dag.
En saga heiðingjatrúboðsins er einnig saga hins sigrandi
frelsara. Hún er sagan um frelsandi sigurmátt Jesú Krists og
sagan um óþrjótandi blessunarlind kristilegrar lífsskoðunar,
sem veitir öllum þeim líkn og frið, sem vill lúta niður að
henni og ausa úr henni. Ella væri heiðingjatrúboðið löngu
úr sögunni. Hefði ekki Guð á liðnum öldum svo dásamlega
auglýst mátt sinn á trúboðsakrinum, þá væru löngu kulnaðar
Slóðir trúboðsáhugans hjá þeim söfnuðum heima fyrir, er
fórnað hafa mörgum sínum beztu sonum og dætrum fyrir út-
breiðslu fagnaðarerindisins meðal heiðingja. Það eru ekki að-
eins angistar og neyðaróp, frá vörum kvalinna píslarvotta,
sem borist hafa til eyrna heimasafnaðanna, heldur einnig lof-