Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 52
48
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
Af því, sem þegar hefir verið sagt, sést, að eitt af því, sem
mest einkennir kirkjulíf Englendinga, er fjölbreytnin. Þjóðin
hefir í trúmálunum sniðið sér víðan stakk, þar sem rúm er
fyrir einstaklingsfrelsi og framtakssemi á háu stigi og hverj-
um einum gert mögulegt að velja þann trúarfélagsskap, sem
honum geðjast bezt að og bezt fullnægir hans andlegu þörf-
um. Meira að segja, sú kirkjudeildin, sem föstustum formum
er bundin að ytra fyrirkomulagi og guðsþjónustuhaldi, leyfir
mörgum stefnum að berjast um yfirráðin. Þjóðkirkjan enska er
rúmgóð og leyfir mönnum að vera innan vébanda sinna hvort
sem þeir eru íhaldssamir eða frjálslyndir, í samræmi við eðli hvers
og upplag. Það virðist vera runnið Englendingum í merg og
blóð, að allir geti ekki hugsað eins og gert sér grein fyrir við-
fangsefnum trúarinnar á sama hátt eða bundið sig sömu trúar-
siðum og venjum eða starfað að trúmálunum á einn veg.
Þetta stafar af því, að Englendingum skilst og hefir lengi
skilist, að kristindómurinn er líf, sem krefst starfsemi af ját-
endum sínum. En þar sem líf er og starfsemi, þar hlýtur
margbreytileiki að eiga sér stað.
Engum getur dulist, að enska kirkjan er starfandi kirkja á
mjög háu stigi. Þótt margbreytileikinn sé mikill, er þetta þó
sameiginlegt öllum kirkjudeildum og flokkum, að þær viija
starfa af alhuga og krafti og ná til þjóðarinnar með málefni
kristindómsins. Því að nóg eru málefnin, sem ensku kirkju-
félögin finna að berjast þarf fyrir.
Má þar nefna verkamannavandamálin og kristilega úrlausn
þeirra, fjölda siðgæðismála, eins og bindindisstarfsemi og
björgunarviðleitni á ýmsan hátt, o. fl., o. fl.
Er margvíslegur félagsskapur, sem beitist fyrir þessum og
mörgum öðrum vandamálum.
Spurðist eg fyrir um, hvaða hregfing nú væri sterkust og
mest bæri á. Sagði guðfræðingur í Cambridge, sem fræddi
mig um margt, að engin kristileg hreyfing væri nú öflugri
þar í landi en kristilega stúdentahreyfingin.1) Sagði hann að
1) „The Student Christian Movement".