Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 56
52
Sigurður P. Sívertsen:
Prestaféiagsritið.
hefir hinum Norðurlandaþjóðunum fundist, og þá mun það
ekki síður eiga sér stað um oss.
Eg hefi verið að reyna að gera mér grein fyrir því, hvað
það væri sérstaklega, sem vér gætum lært af ensku kirkju-
lífi og hefi komist að þeirri niðurstöðu, að það væri tvent,
sem mesta áherzlu bæri að leggja á: annars vegar gildi fjöl-
breytni trúar- og kirkjulífsins — og hins vegar nauðsyn öfl-
ugrar safnaðarstarfsemi.
Um fjölbreytnina í trúar- og kirkjulífi kennir enska kirkjan
oss, að þar sé um einkenni heilbrigðs kristilegs lífs, en ekki
um hættu að ræða, sé rétt á haldið.
Margir eru hræddir við allan frábrigðileika á kirkju- og
trúmálasviðinu. Alíta að bezt sé, að öllum sé haldið til að
hugsa um trúmálin á sama hátt, hafa sömu venjur og siði,
og líta alla þá hornauga, er í einhverju víkja frá því, sem
alment er viðurkent eða kent hefir verið.
Enska kirkjan færir mönnum bezt heim sanninn um, að
þetta sé hreinn og beinn misskilningur. Hún sýnir áþreifan-
lega, að þeir sem eru sammála um aðalatriði og grundvöil
kristnu trúarinnar, geta beint og óbeint stutt hverir aðra í
blessunarríku starfi, þótt þeir séu næsta ósammála um marg-
vísleg aukaatriði, ef þeir ekki leggja einstrengingslega áherzlu
á það sem aðskilur. A Englandi er kirkjunnar mönnum æ
betur og betur að lærast að rétta hver öðrum bróðurhönd
til samvinnu, þótt margt beri á milli í skýringum og skilningi
á kristindómsmálunum og í hinu ytra fyrirkomulagi og með-
ferð kirkjumálanna og guðsþjónustuhaldi.
Þessi reynsla Englendinga er sérstæð, því að hvergi hefir
margbreytileikinn verið meiri en þar. Og af þessari reynslu
ættum vér að læra. Oss er nauðsyn á að færa oss hana í
nyt og það einmitt á þessum tímum, þegar fjölbreytnin er að
aukast á kirkjulífi voru.
Reynsla Englendinga kennir, hve nauðsynlegt sé að greina
kjarna frá umbúðum, þegar um kristindómsmálin er að ræða,
— og hins vegar hve áríðandi það sé fyrir alla þá, er halda
vilja fast við grundvallaratriði kristindómsins, að halda sam-