Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 69

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Blaðsíða 69
Prestafélagsritið. Sadhu Sundar Singh. 65 æsar. En Kristur sjálfur er eins og baktjaldið fyrir öllum sýn- um Sundars. Með augum andans sér hann Krist sjálfan og hjá honum fær hann lausn á ýmsum þeim vandamálum, sem hann sjálfur fær ekki við ráðið. Þessar sýnir eru t. d. að miklu leyti grundvöllurinn fyrir kenningu hans um himnaríki, helvíti, upp- risuna og dóminn. En eins og minst hefir verið á áður, þá gerir Sundar aldrei neitt til þess að koma sér í slíkt hrifn- ingarástand. Hrifningin er náðargjöf Guðs, sem á að þiggja með auðmjúku hjarta, en ekki sækjast eftir þ. e.: reyna að fram leiða. Hún er gjöf, sem Guð aðeins veitir einstaka þjónum sínum, og hann einn ákveður nær eigi að verða slíkrar náðar aðnjótandi. Sundar kemur þá líka sízt til hugar að halda því fram, að sýnirnar séu bezta, hvað þá heldur einasta meðalið til þess að öðlast þekkingu á trúarsannindum, eins og þessi orð hans sýna: »Sannleikurinn er einn, en mennirnir öðlast hann á ýmsa vegu«. Sundar minnist þá líka næstum aldrei á sýnir þessar í prédikunum sínum, jafnvel þótt þær liggi að baki mörgu því, er hann talar um. Hann hræðist það ann- ars vegar, að mentaðir menn, sem ekki þekkja eðli og einkenni slíks dulræns trúarlífs, muni gerast sér og boðskap sínum al- gerlega fráhverfir, og hins vegar óttast hann, að fáfróð, lítilsigld alþýðan, einkum í Austurlöndum, muni eigna honum, sjáand- anum, þá tign og þann heiður, sem Kristi einum ber. Þessa örfáu þætti hins dulræna trúarlífs Sundar Singhs verð- um vér að hafa í huga, er vér nú virðum fyrir oss nokkra aðaldrætti kenningar hans. Hann er ekki guðfræðingur. Hann kemur fram fyrst og fremst sem guðinnblásinn prédikari. Hann vitnar um ]esú Krist, sem frelsara sinn, er frelsaði hann frá synd- inni, tók burt efann úr hjarta hans og veitti honum þann frið og þá gleði, sem hann hafði ekki getað fundið í trúarbrögðum þjóðar sinnar. Aðeins ein bók hefir komið út eftir hann sjálfan, bókin: »Við fótskör meistaranssem segir frá því, hvernig Kristur birtist Sundar í hrifning hans og veitir honum lausn á ýmsum vandamálum. En prédikun hans birtir oss þó fastmótaða lífs- skoðun, sem hann klæðir í hrífandi líkingabúning. Hann talar í líkingum og hugsar í líkingum. Lífsskoðun hans, eða kenning, 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Prestafélagsritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.